Fréttir frá Íslandi - 01.01.1886, Page 19

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1886, Page 19
21 Löggjöf og Iandsstjóm. eftirlaunum (355,32 kr. úr landssjóði og 44,68 kr. af brauðinu). Signrður Br. Sivertsen, r. af dbr„ í Útskálum 15. júní (f. 1808, vígður þangað sem aðstoðarprestur 1831) með 500 kr. eftir- launum (3,12 kr. úr landssjóði og 496,88 kr. af brauðinu), og sama dag Stefán jjorvaldsson, præp. hon., r. af dbr., í Stafholti (f. 1808, v. 1835) með 510 kr. eftirlaunum (35,37 kr. úr landssjóði og 474.63 kr. af brauðinu). Séra Stefán var orðinn blind- ur fyrir rúmu ári, enn séra Sigurður fvrir nokkrum árum, og höfðu þeir því hvor um sig fengið sér aðstoðarprest, enn sögðu nú báðir af sér embætti að fyrirlagi hins n/ja landshöfðingja. Stefán S. Thorarensen að Kálfatjörn 7. maí (f. 1831. v. 1855) með 521 kr. 80 au eftirlaunum (468,17 kr. úr landssjóði og 53,63 kr. af brauðinu). porvaldur Böðvarsson í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 7. janúar (f. 1816, v. 1848) með 468 kr. 66 au. eftirlaunum (330,04 kr úr landssjóði og 138,62 kr. af brauðinu). Af öðrum embættismönnum fékk Páll Melsteð. málflutningsmaður við yfirdóminn, lausn frá þeim starfa 6. febr. (sjá Pr. f. á„ bls. 55). Prestvíc/ðir vóru þessir kandídatar í guðfræði frá presta- skólanum til áðurnefndra prestakalla: Jón Sveinsson 23. maí, Arni pórarinsson, Arnór Arnason, Bjarni Pálsson, Björn Jóns- son, Hálfdán Guðjónsson, Hannes Lárus |>orsteinsson, Jóhann þorsteinsson, Jón Thorstensen, Ólafur Stephensen, Páll Ste- phensen 12. sept. og Jón Jónsson 7. nóv. Yið árslokin vóru 11 prestaköll óveitt. — Prentfélog Isfirðinga, er fengið hafði prent-áhöld árið áður (sjá Fr. f. á, bls. 52), fékk 19 ágúst konungsleyfi til að stofnsetja prentsmiðju á Isafirði. í umboði þess hafði Skúli sýslumaður Thoroddsen sótt um leyfið undir sínu nafni til konungs og sent bónarbréfið amtmanni áleiðis til landshöfð- ingja snemma vetrar, enn 1. mars kom það svar frá amt- manni, að landshöfðingi gæti eigi mælt með heiðni hans, af því að hann væri lögreglustjóri og eftirlitsmaður prentfrelsis- laganna; síðan fékk forvaldur prófastur Jónsson leyfið. Sök-

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.