Fréttir frá Íslandi - 01.01.1886, Side 30

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1886, Side 30
32 Bjargræðisvegir. að geta bætt pá galla, er á samþyktinni reyndust, vóru pær breytingar gerðar á lögunum 14. des. 1877, er getið er um að framan (bls. 8). Meðbaldsmenn sampyktarinnar pökkuðu henni pó fiskgöngu pá, er nú varð inn á grunnmið Faksafióa venju fremur. Laksveiði varð í meðallagi petta ár og mun betri enn 1 fyrra. Laksaklak hélt áfram á Reynivöllum og pingvelli, og var landsfjárstyrkur veittur til pess og jafnframt til kenslu á Reyni- völlum (200 kr.); sömuleiðis var styrkur veittur laksræktarfélagi, er myndast hafði í Dalasýslu, »til að gera geymslupolla fyrir hrognfiska o. fl.c (500 kr.). Landbúuaður. Af framkvæmdum búnaðarfélaga landsins er ekkert nýtt að segja annað enn pað, að búnaðarfélag suður- amtsins samþykti (eftir tillögu Hermanns búfræðings Jónasson- ar) að veita ferðastyrk á pessu ári alt að 100 kr. ungum mönnum af suðurlandi, sem óskuðu að fara norður í land (í J>ingeyjarsýslu) og dvelja par svo sem 2 ár til að nema fjár- rækt hjá bændum par, og urðu 2 pegar til að sæta pví. J>ar á móti var ekkert hugsað um tilboð búnaðarfélagsins danska, er getið var um í Fr. f. á. (bls. 49—50). Oarðyrkja tókst vel petta ár á suðurlandi, af pví að haustið reyndist svo gott, enn illa á Akureyri og sumstaðar austanlands; hún útbreiddist pó dálítið petta ár eða áhugi vaknaði á henni og má pað mest pakka Schierbeck landlækni, er hvatti menn mjög í pá átt og gaf leiðbeiningar; »garðyrkju- félagið íslenskac studdi og að pví fyrir hans forgöngu; pað hafði yfir 200 félagsmenn um árslokin; fékk hver félagsmaður ókeypis »Leiðarvísi til að rækta gulrófur, turnips og bortfeld- skar rófurc eftir Schierbeck, er fengið hafði landsfjárstyrk til útgáfunnar. Enn fremur fengu félagsmenn til útsæðis rnikið af fræi og gulrófnaplöntum úr vermireit og höfðu verið útveg- aðar (100) rabarber-plöntur, (200) ribsrunnar og margar tunn- ur af norskum (10) og dönskum (20) kartöflum til útsæðis. Félagið hafði pó eigi fengið nóg af fræi í tækan tíma, enn ætlaði sér að búa betur næsta ár, og pareð fræið er dýrt (4 kr. pundið), enn félagið efnalítið, sótti pað um styrk af landsfé til að byrgja sig upp með norskt kálrabífræ, og fékk til pess 200 kr.

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.