Fréttir frá Íslandi - 01.01.1886, Qupperneq 36

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1886, Qupperneq 36
38 Bjargræðisvegir. inn í Jteirra hendur. |>ess skal og getið í sambandi hér við, að samkvæmt tillögu amtmanns sampykti landshöfðingi, að hæjarstjórn Isafjarðarkaupstaðar verði sínum hluta (40 kr.) af fénu til eflingar búnaði »til verðlauna handa einhverjum peim, er sérstaklega hefir vandað verkun á fiski«. (Sbr. og hér við pingsályktunina um Spánarsamninginn á hls. 13). Biiidindis-hreyfingiii hélt áfram petta ár; einkum efldist og útbreiddist Góðtemplara-reglan; pannig vóru í henni 1. á- gúst pessa árs taldar 893 sálir á öllu íslandi í 18 undir-stúk- um (deildum), par af í suðurumdæminu 487, auk unglinga- stúku (í Reykjavík) með 98 unglingum (yngri enn 18 ára), í vesturumdæminu 155 og í norður- og austur-umdæminu 153; pó hafði reglan pá ekki fest rót til sveita svo að nokkru næmi. TJpphaflega stóðu undir-stúkur hér á landi undir stórstúku í Noregi, af pví að norskur skóari (Ole Lied) hafði fyrstur komið pessari reglu á hér á landi 1884 (á Akureyri); enn í júnílok petta ár var stofnuð hérlend stórstúka, er allar undir- stúkur eiga að lúta, enn hún stendur heinlínis undir aðal- yfirstúku erlendis, er nefnist »veraldar-stórstúka«. Mestu hefir pessi regla komið til leiðar í Reykjavík, pvíað par vóru petta ár milli 300 og 400 manns í henni. Hins vegar hefir hún einnig par haft mesta mótspyrnu, pó eigi að mun, nema af peim, er rofið höfðu heit sín í reglunni eða farið úr henni á einhvern slíkan hátt; enn peir vóru orðnir allmargir við árs- lokin. — Góðtemplara-reglan hélt uppi ýmsum sJcemtunum, fyrirlestrum, söngvum o. fl. í Reykjavík nú eins og árið áður, og í sambandi við petta má geta pess, að 18 menn úr reglunni leigðu sér hús í bænum og héldu uppi sjónleikum meginhluta ársins; létu peir leika bæði innlenda leiki (»Skuggasvein« og »Yesturfarana« eftir Matth. Joehumsson) og útlenda (»Yalds- maður konungs* eftir Al. L. Kielland, »ímyndunarveikin« eftir Moliére, og »Box og Kox«, enskan leik). »Bindindisfélag skóla- pilta« (með um 80 félagsmanna, er eiga að halda vínbindindi að eins skóla-árið) hélt og leiki í jólaleyfinu, eins og árið áður. Annars var ekki um sérstakar skemtanir að tala í Reykjavík, nema nokkra fyrirlestra,og söngskemtanir, er söngfélagið »Harpa«

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.