Fréttir frá Íslandi - 01.01.1886, Qupperneq 38
40 SkaSar og slysfarir.
af þeirra hendi; enn óánægja út af þessu og annari nærgengni
Frakka, er oft pykja fara inn fyrir leyfileg takmörk (3/4 úr
mílu) til fiskjar bæði á Faksaflóa og annarstaðar, gaf tilefni
til, að pingsályktunaráskorun var borin upp á aukapinginu til
stjórnarinnar um að sporna betur við peim ófögnuði, enn
bún varð eigi útrædd. 13. apríl drukknaði stúlka um tvítugt
í Kaldá í Mosfellssveit ofan um ís (?). 20. drukknuðu 10 menn
af áttæring í lendingu á Eyrarbakka. 1 maí (4.) drukknaði
Bogi Smith (sonur Mart. Smiths [f 1884] konsúls og kaup-
manns í Reykjavík), bóndi á Arnarbæli á Fellsströnd, af báti
með 2 sonum sínum á 17. og 15. ári. í júní (17.) drukknuðu
2 menn af ferju í Jfjórsá. í ágúst drukknuðu 2 menn af bá-
karlaskipi eyfirsku á vestfjörðum; ultu peir ölvaðir útbyrðis í
ryskingum; var annar kvongaður. í oMóber (18.) fórust 3 ó-
kvongaðir menn af Isafirði í fiskiróðri vegna ógætilegrar sigl-
ingar, og kappsiglingu var kent, að (30.) drukknuðu 7 menn
af Akranesi úr fiskiróðri; var einn peirra kvongaður. I nóvem-
ber (22.) fórst stúlka niður um snjóspöng í Úlfsá í Skutulsfirði
og 30. fórust 2 fiskiróðraskip úr Reykjavík með 14 mönnum
á; par af varð einum bjargað, er dálítið kunni til sunds; pess-
ir 13 létu eftir sig 15 börn í ómegð. í desember (21.) fórst
ungur maður í snjóflóði í Gilsárdal í Eyjafirði, og (20.) 3 menn
frá Villingadal á Ingjaldssandi vestra; einn peirra, bóndinn par,
Jón Jónsson, 25 ára, frá ungri konu og 3 börnum kornung-
um; urðu alls 5 menn fyrir flóðinu, enn 2 komust úr pví
skemdir. 25. fórst bátur úr Höfnum í G-ullbringusýslu með
5 mönnuin í fiskiróðri. Um haustið hafði og stúlka týnst í
Blöndu í Húnavatnssýslu. þess skal hér og getið til fullkom-
nunar slysfara-skýrslunni í Fr. f. á., að 19. des. 1885 fórst
bátur á Reyðarfirði með 3 mönnum, enn einum peirra varð
bjargað; annar sá, sem drukknaði, var kvongaður; og í sama
mánuði fórst maður ofan um ís á Skorradalsvatni í Borgar-
firði.
VII. Ileiisufar «g- lát lieldri manna.
Heilsufar var talið gott petta ár yfir höfuð,