Fréttir frá Íslandi - 01.01.1886, Page 40

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1886, Page 40
42 Heilsufar og lát heldri manna. fyrir Mýra- og Borgarfjarðarsýslu fi. nóvbr. s. á. Hann átti Björgu Pálsdóttur (amtmanns Melsteðs) og varð þeim eigi barna auðið. Hann létst 2. júlí. — Erlendis (í Khöfn) létst fyrrum landsböfðingi hér Sören Hilmar Steindór Finsen, sonur Jóns [f 1848] bæ- jarfógeta á Jótlandi Hannessonar biskups Finnssonar biskups, fæddur 28. jan. 1824 í Kolding á Jótlandi; varð kandídat í lögfræði með besta vitnisburði 1846; 1851—64 var hann bæ- jarfógeti í Suðurborg á eynni Als í Danmörku, enn er eyin Als gekk með hertogadæmunum undan Danmörku 1864, varð hann stiftamtmaður hér á landi (1865), næstur eftir greifa Trampe, er héðan fór 1860, og var pað pangað til 1873, enn árinu áður (29. júní) hafði verið stofnað hér landshöfðingja- einbættið og fékk Hilmar pað pá, og gegndi pví til 1883, er hann fékk yfirborgstjóra-embættið í Khöfn; 1884 varð hann innanríkisráðgjafi í Danmörku í ráðaneyti Estrúps, enn slepti pví embætti eftir tæpt ár og settist pá í sitt fyrra embætti, enn létst lí>. janúar (sjá ísafold XIII. 19.). Kona hans var Olufa (fædd Bojesen); pau áttu 4 börn á lífi, öll í Dan- mörku. Af prestvígðum mönnum létust hér að eins 2 uppgjafa- prestar: Oeir Jónsson (prests [f 1845] Hallgrímssonar) Bachmann, fæddur í Miklaholti 1804; útskrifaður úr Bessastaðaskóla 1827, sigldi til Khafnarháskóla 1828, enn kom paðan aftur 1832 og var síðan 3 ár barnakennari í Keflavík og var svo vígður 1835 að Stað í Grindavík; var par pangað til 1850, er hann fékk Hjarðarholt í Dölum, og var par til 1854, er hann fékk Mikla- holt, og var par prestur pangað til hann fékk lausn frá prest- skap 22. nóv. 1881. Kona hans var Guðríður Magnúsdóttir Bergmanns (f 1879). Hann létst 29. ágúst á Akranesi, par sem hann hafði dvalið frá pví hann hætti við prestsskap. — Hinn var: Jón Asgeirsson (prófasts Jónssonar í Holti í Onundar- firði), fæddur í Holti 28. nóv. 1804; lærði skólalærdóm fyrst (3 ár) hjá Arnóri próf. Jónssyni í Vatnsfirði og síðan (2 ár)

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.