Fréttir frá Íslandi - 01.01.1886, Side 44
46 Heilsufar og lát heldri manna.
Khafnar til móðurbróður síns Páls rektors Arnasonar (»Arne-
sen«), enn varð síðan fósturdóttir Byrgis Skúlasonar Thorlacius
(t 1829) og fór með honum til Bómaborgar og víðai og var
par veturinn 1826—27 og kyntist í þeirri ferð meðal annara
pýskum vísindamanni, dr. Garl Schiitz, sanskrítmálfræðingi, er
síðan var lengi skólakennari á fýskalandi, og giftist honum
1831, og lifði hann hana; þeim varð 7 barna auðið. Hún
létst í Bielefeld á þýskalandi 15. apríl. Hún bar alla ævi
mesta ræktarpel til ættjarðar sinnar og týndi ekki móðurmáli
sínu, pótt hún aldrei kæmi hingað aftur og sæi ekki Islend-
ing svo tugum ára skifti.
VIII. Mentun og menning.
Skólar.—Mentafélög og bókmenntir.—Ýmiss konar vísindalegar fram-
kvæmdir, —Hundrað ára afmæll Reykjavikur-kaupstaðar.
Við háskólunn í Khöfn tóku 2 Islendingar embættispróf
petta ár: Hannes (Pétursson amtmanns) Hafsteinn í lögfræði
19. júní með 2. einkunn, og Jón þorkelsson (prests Eyjólfs-
sonar) próf í norrænni málfræði (magisterconferense) 26. júní
með einkunninni: admissus. Heimspekipróf tóku peir stúdentar,
er siglt höfðu árið áður (4 með ágætiseinkunn).
Prá presiaskólanum útskrifuðust 12 (eldri deildin), par af
11 á vanalegum tíma (16.—27. ágúst), 5 með l.einkunn: Haf-
steinn Pétursson (er lesið hafði guðfræði við háskólann í Kmh.
3 undanfarin ár,enn kom til Islands um veturinn og fékk leyfi.
til að taka próf við prestaskólann, og sigldi aftur til háskól-
ans að pví loknu) fékk 51 stig, Björn Jónsson (frá Broddanesi)
fékk 50 stig, Skúli Skúlason 49 st., Hálfdán Guðjónsson 45 st.
og Bjarni Pálsson 44 st., 5 með 2. eink.: Arnór Árnason 41
st., Árni |>órarinsson 39 st., Hannes L. þorsteinsson 37 st.,
Ólafur M. Stephensen 31 st. og Páll St. Stephensen 29 st. og
1 með 3. eink.: Jón Jónsson (frá Hlíðarhúsum) fékk 19 stíg.
Einn, Friðrik Jónsson (Péturssonar), tók prófið fyrst 23. des.
sökum veikinda og fékk 2. eink. 41 st. Heimspekipróf tóku
(26., 28. júní og 1. okt.) 14 stúdentar frá presta- og lækna-
skólanum (1 með ágætiseinkunn). Um haustið fjölgaði nem-