Fréttir frá Íslandi - 01.01.1886, Side 49

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1886, Side 49
Mentun og menning. 51 ján Jónasson (skýrsla, sjá Fr. f. á. bls. 33); þar að auki gaf það út þýðingu af bók Jobn Stuart Mills: On the Liberty (Um frelsið) eftir Jón Olafssonalþingismann. Tímaritið Iðunn kom þetta ár út að eins í 30 örkum, og var Björn Jónsson ritstjóri einn kostnaðarmaður þess. Blöðum fjölgaði mjög þetta ár. A Akureyri kom út nýtt blað um veturinn (18. roars): Akureyrarpósturinn, útgefandi Björn Jónsson prentari, sá er gefið hafði út Fróða, enn hætt pá við og fengið Fróða í hendur þorsteini Arnljótssyni (prests Ólafssonar), og síðar á árinu tók »félag í Eyjafirði* að sér út- gáfu Fróða; enn Akureyrarpósturinn gafst upp á árinu. »Norð- urljósið« (sjá Fr. f. á. bls. 52) kom og út á Akureyri (11. ágúst); ritstjóri pess var Páll Jónsson (skólagenginn á Möðru- völlum). |>ar komu og út um veturinn 3 nr. af háðblaði, er nefnt var »Jón rauði«, útgefandi Ásgeir Sigurðarson. Blað kom út á Isafirði 30. okt., er nefnt var “þjóðviljinn* ; »ritnefnd : stjórn prentfélags ísfirðinga« og »útgefandi: prentfélag ísfirð- inga« (sjá 21. bls. að framan). í Reykjavík kom út boðsbréf að nýju blaði: »Alpýðlegt fréttablað«, ritstjóri Björn Björnsson (búfræðingur), enn ekki varð af útkomu pess sökum kaupenda- fæðar. Bindindisregla Góðtemplara hóf útgáfu bindindis- blaðs, er nefnt var: »íslenski Good-Templar. Blað stórstúku íslandsc. Hermann búfræðingur Jónasson gaf út boðsbréf að búfræðitímariti, er koma skyldi út næsta ár. Eldri blöðin (Austri á Seyðisfirði, Fjallkonan, Isafold, Suðri og pjóðólfur í Eeykjavík, öll með sömu ritstjórn, sjá Fr. f. á. bls. 52, og líkri stefnu, sbr. 3. bls. að framan) héldu öll áfram að kom út til árs loka, og vóru pví pá alls 9 blöð gefin út á íslandi auk tíma- rita (2 vikublöð, 6 hálfsmánaðarblöð og 1 mánaðarblað). Nýjar bœkur komu fremur fáar út petta ár. Merkasta bókin var (i guðfræði): »Sálmabók til kirkju- og heima-söngs« (Bv. Kostnaðarmaður Sigfús Eymundsson). Hún var verk þeirra sjö manna, er biskup liafði skipað í nefnd árið 1878 til að endurskoða sálmabókina, enn nefndin hafði ráðið af, með samþykki biskups, að stofna til nýrrar sálma- bókar (sjá Fr. 1878 bls. 34). Hún var stærri enn sú næsta sálmabók á undan (frá 1871), eða rúmar 30 arkir, með 650 nr.t 4*

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.