Fréttir frá Íslandi - 01.01.1888, Side 11

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1888, Side 11
11 Samgöngur. sem vetrarferðunum (sbr. Fr. 1883 bls. 18—19) og 4 auka- póstum bætt við: 2 nyrðra (frá Akureyri að Grýtubakka, og frá Sveinstöðum um Yesturhópshóla að Tjörn á Vatnsnesi), 1 eystra (frá Eskifirði um Kolfreyjustað að Stöð) og 1 vestra (frá Hjarð- arholti í Dölum út Fellsströnd um Staðarfell og inn Skarðs- strönd um Skarð að Máskeldu). Til vegageröa var varið all- miklu fó, par á meðal til framhalds Svínahraunsvegarins niður til Reykjavíkur alls 12648 kr. 86 au.: stóð norskur maður ennpá fyrir verkinu; vóru hættar að miklu skemdir pær, er orðið liöfðu um veturinn (sjá síðar kaflann um veðráttu) og gekk til pess fullur mánuður, enda traustlegra umhúið enn áður, pótt veg- stæðið væri ekki fært; veginum síðan haldið áfram langt niður fyrir Hólm. Til vegagerðar á Vaðlaheiði veittar 2000 kr. og 500 kr. til aðgerðar á vegi yfir Öxnadal slieiði Skagafjarðarmeg- in; enn fremur lítilræði til annara vega. Nú var verið að undirbúa hreytingar nýju vegalaganna á vegum (hvar aðalpóst- leiðir skyldu liggja o. s. frv.). Olfusárbrúarmálið lá í salti petta ár, nema hvað Try^ggvi kaupstjóri Gunnarsson rannsakaði hrúarstæðið o. fl. um vorið til að greiða fyrir málinu, par eð sökum ónógs undirbúnings enn pá fekst enginn til að taka hrúargerðina að sér fyrir fjárupphæðina (60,000 kr.) í lögunum sem enn vóru óstaðfest. III. Kirkjumál. Synodns. — Einbættiseiðar. — Kjörprestur. — Kirkjur (fjöldi, bygging, fjár- eign, unisjón). Synodus, 1 Reykjavík 4. júlí, sampykti frumvarp um tekj- ur presta frá nefnd, er par var kosin í fyrra (sjá Fr. f. á. hls. 30) og átti pað síðan að koma til aðgerða alpingis næsta fyrir milligöngu stiftsyfirvalda og landshöfðingja. J>órarinn próf. Böðvarsson kom og fram með frumvarp um tekjur kirkna (greiðslubreyting) í svipaða stefnu, er lagt skyldi fyrir héraðs- fundi. Fundinn sóttu nú 13 prestvígðir menn auk stiftsyfir- valda, alltr úr grendinni, eins og vant er. — Konungur leyfði

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.