Fréttir frá Íslandi - 01.01.1888, Síða 32

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1888, Síða 32
32 Lát heldri manha. algáður, enða hneigður til drykkjuskapar, enn einkargóðum hæfileikum gæddur; lét eftir konu, önnu Kristjánsdóttur (hónda á Núpum í Aðaldal Jóhannessonar), og börn (2 eða 3). Stefán porvaldsson (prófasts og sálmaskálds Böðvarssonar og síðustu konu hans Kristínar Björnsdóttur), fæddurá Reyni- völlum 1. nóv. 1808, útskrifaður úr skóla 1830, var síðan 5 ár hjá Gunnlaugi Oddssyni dómkirkjupresti á Lambastöðum, vígð- ur prestur að Knappstöðum 1835, fekk síðan Mosfell í Mos- fellssveit 1843, Hítarnesping 1855 og síðast Stafholt 1866 og varð s. á. prófastur í Mýrasýslu, og riddari dannebrogsorðunnar 1883; hann lét af prestskap 1886, pá orðinn blindur og lést í Munaðarnesi hjá tengdasyni sínum Birni J>orlákssyni (prests að TJndirfelli) 20. okt. Kona hans var Ingibjörg Jónsdóttir (sjá Fr. f. á. bls. 48) og höfðu pau haldið gullbrúðkaup sitt 1885, sama árið sem séra Stefán varð jubilprestur. »Gleði var í anda, gæðska í hjarta, stöðug og stór var lund«, kvað Benedikt Gröndal um hann látinu. Sveinn Skúlason (Sveinssonar og Guðrúnar Björnsdóttur), fæddur að Ttri-|>verá í Vesturhópi 12. apríl 1824, útskrifaður úr Rvíkurskóla 1849, tók síðan 2 lærdómspróf við Khafnar- háskóla og ætlaði að stunda málfræði, enn var um tíma skrif- ari í íslensku stjórnardeildinni; hætti námi og kom hér til lands aftur 1856 og varð ritstjóri "Norðra* (4.—9. árg.) og forstöðumaður prentsmiðjunnar á Akureyri til 1862, er hann fór til Reykjavíkur og par dvaldi hann til 1868, er hann eftir kgs.leyfi 2. ágúst 1865 tók prestvígslu til Svalbarðs enn skifti á pví brauði jafnharðan og Staðarbakka, og par var hann til pess er hann fluttist að Kirkjubæ í Hróarstungu 1884, og par lést hann 21. maí, all-hrumur og sjóndapur. pingmaður var hann fyrir Norður-|>ingeyjarsýslu 1859—67 og á Akureyri fékst hann við bókaútgáfur (Jóns lagabók, fornsögur ýmsar o. fl.)og ritaði ýmsar ritgerðir pess utan, t. a. m. »Ævi Sturlu lög- manns J>órðarsonar« í »Safni til sögu ísl«. I. o. fl.; pótti hann

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.