Fréttir frá Íslandi - 01.01.1888, Qupperneq 36

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1888, Qupperneq 36
36 Lát heldri manna. færi 1863 frá landbúnaðarfélaginu danska, heiðursgjöf 1880 úr styrktarsjóði konungs, dannebrogskross 1885, og silfurdósir frá sveitungum bans petta ár í þækklætis- og heiðursskyni. I framkomu sinni «sameinaði hann fjör og framsókn æskumansn- ins og hyggni og varfærni öldungsins». — Af öðrum látnum hændum skulu nefndir: Eyvindur Pálsson, fyr hreppstjóri, á Stafnesi syðra, f 2. febr., á 78. ári. Páll Steinsson, óðals- bóndi á Tjörnnm í Fyjafirði; gerði hann t. a. m. 9 dagslátta graslaust holt að sléttu túni, girtu, enda gildur bóndi; dó í febrúar á sjötugsaldri. Sonur hans er Pálmi cand mag., tíma- kennari við latínuskólann og aðstoðarmaður landsbókavarðar. Scemundur Sœmundsson, lengi bóndi á Reykjum í Ölvesi, fjáð- ur vel; keypti síðan Elliðavatn af Ben. sýslum. Sveinssyni, gekk þá af honum og upp frá því. Hann dó á Elliðavatni 13. sept. á sjötugsaldri. porleifur porleifsson (læknis), hrepp- stjóri, í Bjarnarhöfn vestra, dó 10. mars, rúml. 40 ára, atorku- maður. Af látnum merkiskonum skulu nefndar: Guðríður Jóns- dóttir (Magnússonar klausturhaldara), fædd 1809 á Kirkjubæj- arklaustri, ekkja Páls próf. Pálssonar í Hörgsdal á Síðu (f 1861); þeirra börn á lífi: séra Páll í Júngmúla, Guðríður kona séra Sveins Eiríkssonar á Kálfafellsstað, og Helga kona Bjarna Bjarnasonar í Hörgsdal. Guðríður dó í pingmúla 1. desbr. — Guðrún porvaldsdóttir (próf. Böðvarssonar), fædd 15. maí 1810, ekkja séra Stefáns Stephensens, síðast á Reynivöllum; þeirra börn meðal annara á lífi: Stefán prestur á Mosfelli í Grímsnesi, f>orvaldur, fyr verslunarstjóri, nú í Ameríku, og Sigríður ekkja séra Guðjóns Hálfdánarsonar í Saurbæ í Eyja- firði, nú í Goðdölum. Guðrún dó 16. mars. — Margret S. Hjálmarsen, ekkja |>orsteins próf. E. Hjálmarsens (f 1871); lifa 5 börn þeirra af 13. Hún dó 11. okt., rúml., sekstug. — Margret Sigurðardóttir, alsystir Jóns sál. Sigurðssonar forseta, gift Jóni skipstjóra Jónssyni á Steinanesi; meðal barna þeirra, 7 á lífi, er Sigurður sýslumaður Snæfellinga. Hún dó í Hok- insdal 5. desbr. og «þótti forn í háttum' og föst í lund».

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.