Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Side 3

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Side 3
3 að kanna fyrir klaka, er eg var þar í vor i maímánuði á rann- sóknarferð. Bollasteinn er á hlaðinu á Ölfusvatni. Hann er úr »doler- iti«, og er rúml. 1 al. á hæð, 3 kvart. i þvermál á annan veg en 21/* kv. á hinn. Bollinn nær 9 þuml. á vídd og 5 þuml. á dýpt. Hann er auðsjáanlega mannaverk. II. Steinrauðarstaðir (?) Svo segir í Landn. V. 13. »Hann (Steinröðr) eignaðist öll Vatnslönd, ok bjó á Steinrauðarstöðum«. Nafnið Steinröðarstaðir er nú týnt, og vant að gizka á, hvar bærinn hefir verið. Það eitt er víst, að hann hefir staðið við vatnið, því kringum það nam Steinröður land. Liggur nærri að hugsa, að það sé hann, sem nú ber nafnið Þingvellir, og hafi þar strax verið aðalbærinn við vatnið. Það mun þó ekki hafa verið, þvi af Is- lendingabók má ráða. að áður en alþingi var sett, hafi bærinn Þingvellir heitið: í Bláskógum. 0g þar sem Landn. segir að Hrol- leifr »nam lönd til móts við Steinröð öll fyrir utan Laxá.......okbjó i Heiðarbæ«, þá virðist það benda til að Steinröðarstaðir hafi verið sama megin við vatnið sem Heiðarbær, eða vestan við það. Á því svæði mundi þvi helzt að leita rústa Steinröðarstaða. Og fornar rústir eru þar á 3 stöðum, i Nesjalandi: 1. Vatnsbrekka heitir fögur brekka við vatnið i útnorður frá Nesjum. Hún liggur suðaustan í aflöngum ás, sem þar er langs með fjallshliðinni. Milli ássins og hliðarinnar er dalmynd- að undirlendi, er heitir Nesjakleyf; breikkar það til suðurs, en mjókkar til norðurs unz það þrýtur og verður að einstigi. Er þar gata frá Nesjum til Heiðarbæjar. Vatnsbrekka snýr eigi að » Kleyfinni heldur að vatninu. Hún er skógi vaxin ofan til, og kvað öll hafa verið skógi þakin fyrir eigi alllöngu. En nú er talsvert af henni notað til slægna. Hún nemur góðri túnstærð að víðáttu. Syðst er nyrðri brún hennar við vatnið nokkuð há, en lækkar austur með því. Þar eru rústir skamt upp frá vatn- inu. Vestast er mesta tóftin, nál. 10 fðm. löng og nær 4 fðm. breið út fyrir veggi. Miðgafl virðist hafa verið um 4 al. frá 1*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.