Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Síða 14
14
farminn heim á hjarni er vetraði. Likur eru til, að þessi sögn
sé á rökum bygð: Fyrst er nafnið Skipapollur uppkomið af ein-
hverju slíku tilefni; svo sér og til gamallar rústar við poilinn,
sem vel má hafa verið geymsluhús; og frá pollinum er keldu-
drag heim undir tún, svo að þar er auðsjáanlega gott dragfæri
þegar hjarn er. Island á þá líka sinn skipgenga skurð grafinn
eða stækkaðan, af mönnum fyrir þremur öldum! Það er eigi ó-
merkilegt, þó í smáum stýl sé.
II. Inghóll, eða eiginlega Ingdlfshóll, heitir hóil sá á Ing-
ólfsfjalli, sem alment hefir verið álitinn haugur Ingólfs. A hann
að hafa sagt fyrir að jarða sig þar. Eg vildi kynna mér þenna
stað. En af þvi eg bjóst ekki við að geta komist þangað sjálfur
bað eg Kolbein bónda Giuðmundsson í Hlíð í Grafningi, sem eg
vissi að hafði skoðað hólinn, að láta mig fá lýsingu af honum,
og gjörði hann það góðfúslega. Svo segir i bréfi hans:
»Hóllinn er sporöskjumyndaður, flatur að ofan og liggur í
norður og suður. Hann er um 55 fet á lengd og 35 fet á breidd
að ofan. A hæð er hann um 40 fet. Alstaðar hallar því nær
jafnt út af honum. Mannaverk verða engin séð á hólnum nema
varða á suðurenda hans, og virðist mér undirstaðan mjög forn.
Efnið í hólnum er mest smágrjót, mosavaxið, þó er norðani hon-
um stórgrýti nokkuð. Að eins á litlum bletti uppá honum geng-
ur járn nokkuð til muna í hann (um l>/2 al. þar sem eg komst
dýpst). Það var norðan til á honum miðjum, og þar var mosa-
laust. Hvergi gat eg séð merki þess, að grafið hefði verið í
hann. — Inghóll liggur hér um bil á miðju Ingólfsfjalli, og eng-
inn hóll honum líkur að lögun þar nálægt. I hólum umhverfis
hann er tómt blásið stórgrýti og klappir. Alt fyrir það er Ing-
hóll auðsjáanlega verk náttúrunnar«.
Nú hefir mér sjálfum auðnast að koma upp á fjallið og sjá
hólinn. Hefi eg mjög litlu við lýsingu Kolbeins að bæta. Það
er víst, að hóllinn er verk náttúrunnar. Fjallið er af Þursa
grj'oti (»Breccie«) en þar ofan á hefir legið þykk hella af »dóler-
íti«, sera ísaldarjökullinn hefir malað burt, svo að ekki er eftir
nema urðarhryggur á norðurhluta fjallsins. Standa þar sumstað-
ar hálfmuldar »dólerit«-klappir upp úr urðinni. Ingólfshóll er
fyrir sunnan þennan urðarhrygg og að mestu laus frá honum.
Er auðséð að hóllinn er samskonar klöpp, sundur möluð utan til
og myndar bratta hæð, vaxna þykkura mosa. En varðan á hóln-