Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Page 18

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Page 18
18 í Kvennabrekku kirkjugarði er legsteinn, brotinn í tvent; á honuin er þetta: »Moider | sal. | Margriet | Hannesdott | er | do i drottne | d. 7. aug. | MDCCLXXIV | a 34 are | æfennar | Tex | Ps. XXX | v 12 13«. I Kvennabrekku kirkjugarði er annar legsteinn úr strend- um Baulusteini, einnig brotinn í tvent. Á honum er: »Hier hviler under S. Sigurdr Olafsson í Gude sofnadur 1643«. [Afhorninuerbrotið, og sér til stafs, er virðist vera E. Töiu- stafurinn 4 í ártalinu snýr öfugt]. í sama kirkjugarði eru 3 brot úr hinum þriðja legsteini, vantar þó af honum. Það er strendur Baulusteinn. Þar sést þetta : »Steinun Bjarnadottir . . . Christi . . . For . . . Bjarni Eggertsson« . . . [Ef til vill hefir steinninn verið lagð- ur yfir dóttur séra Bjarna Eggertssonar, er hefir heitið Steinunn og dáið ung, meðan faðir hennar var prestur á Kvennabrekku (1835—1844)]. Á Stóra-Núpi hefir fundist legsteinn í 3 brotum, sem voru sitt á hverjum stað, utan kiikjugarðs, en falla saman, og eru með allglöggu, en þó bundnu letri, og er það þannig: »Hier hviler Torfi Jonsson sæll i Gude sofnaðr a 56 áre sins aldurs á sínu heimile og sóttar-sæng 4 juni 1646. Sá frome mann var lögriettumaður, og hefir hans kvinna, Herdís Símonsdóttir til minningar þessa töflu látið giöra«. í hornunum eru myndir: maður (afbrotinn að nokkru leyti), vœngjað Ijón, naut og örn, og má ráða f nöfn guðspjallamann- anna undir þeim. Steinninn er íslenzkur og hefir verið vel gjörður.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.