Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Page 25

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Page 25
25 um, og er það því rangt, sem stendur í skírslu Kálunds eftir teikningunni í safni Jóus Sigurðssonar, að þrir púnktar standi ai- staðar milli orða, enn að öðru leiti hefur sá, sem gerði teikning- una, lesið rúnastaflna rjett, eins og hjer að framan. Það er mart, sem bendir til, að rúnasteinn þessi muni vera einhver hinn elsti, ef ekki hinn elsti rúnasteinn sem enn er kunnur hjer á landi. First er það, að endingin -r er hér á tveimur stöð- um táknuð með -r, eins og i hinum fornu handritum vorum, enn ekki með -ur, eins og í hinum síðari. Þar næst er atviksorðið hér, í niju máli hjer, ritað her, enn ekki hier, sem síðar varð tíð- ara. Enn fremur er orðmindin liggr stöfuð ligr með einu g-i eins og í elstu handritum íslenskum (t. d. i hinum elsta kafla Reikja- holtsmáldaga, sem Jón Sigurðsson telur vera ritaðan um 1185). Alt þetta getur að vísu einnig komið firir á stöku stað i ingri handritum, enn þar sem það alt saman kemur firir á einum stað i svo stuttu máli, þá eru samt allar líkur til, að letur þetta sje gamalt, og eflaust frá 13. öld, ef ekki eldra. Að svo sje, stirk- ist enn fremur af þvi, að í letrinu eru engin orðaskil eða punkt- ar milli orða eins og á öllum þorra íslenskra rúnasteina, einkum hinum ingri. Rúnaletrið á Valþjófsstaðahurðinni, sem hingað til hefur verið talið elsta rúnaletur hjer á landi, hefur orðaskil á tveim stöðum, enn annars engin(?). Enn annars eru greinileg orða- skil á langflestum íslenskum rúnasteinum, þó ekki á rúnasteinin- ura fra Hvalsnesi (Kálund bls. 102), sem gæti verið mjöggamall1. Eina röksemd má enn bera fram því til stirkingar, að rúnasteinn þessi sé gamall, enn hún er neilegs eðlis. Jeg á hjer við það, að í þessu letri er eklci bætt við neinni firirbæn flrir hinum framliðna manni, svo sem »guð hans sál hafl«, eða »sem guð hans sál hafi«. Þeir rúnasteinar, sem slíkt kemur firir á, eru naumast eldri enn frá firri hluta 15. aldar. Þá fer það að tíðkast f fornskjölum íslenskum að bæta slikum flrirbænum við, 1) Á rúnasteininum frá Stafholti eftir Guðmund Jónsson, sem jeg hefge'tiðum hjer að framan, virðast vera úregluleg orðashil (sjá Kálund á 110. hls.) og sömu- leiðis á steini á Reikjum í Skagafjarðarsíslu (Kálund 118.—119. bls). Báðir þessir steinar virðast vera fremur ungir, Stafholtssteinninn varla eldri enn frá síð- ari helming 15. aldar. Enn um þessa steina er ekki vist, að á þá hafi verið les- ið með nægri nákvæmni, og gæti verið að orðaskil stæðu á steinunum. Á hroti frá Núpsstað eru ekki heldnr orðaskil (Kálund 123. bls.), enn á brotinu eru ekki nema tvö orð, svo að það er lítið að marka, enda óvist, að rjett sje lesið. Þetta brot gœti líka verið gamalt. 4

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.