Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 36

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 36
36 neðanverðum hliðum og göflum svo hár, að hann er því nær þriðjungur af hæð skrínisins upp undir þak, hann er alsettur hliðum í hringbogastíl og súlum milli hliðanna, eru þau 12 á hvorri hlið, en eigi nema 2 á hvorum gafli, enda er skrínið mjótt í samanburði við hæð þess og lengd; á öðrum gaflinum er brot- ið neðan af hliðunura og súlan milli þeirra burtu. Skrínið er gert úr beykivið og neglt með trénöglum, alt er það ófúið. Að utan heflr það alt verið lagt gyltum eirþynnum með upphleypt- um myndum og blöðum, heldur gyllingin sér enn á því, sem eft- ir er af eirþynnunum, nema þar sem mest hefir á mætt. Víða hafa verið greyptir steinar i skrinið, en allir eru þeir nú horfn- ir. A þeirri hlið þaksins, sem að manni snýr á myndinni, er enn eftir talsvert brot af eirleggingunni, í miðjunni er Kristur á krossinum, en höfuðið brotið af og hendurnar, sitt hvorum megin við hann eru þau Jóhannes og María; til beggja hiiða við þessar myndir eru súlur og þar fyrir utan öðrum megin er upphleyptur baugur með vængjuðu dýri (Gryphon?) inni í baugnum, hinum megin er eigi hægt að sjá hvað verið hefir, því að þar eru eigi eftir nema litlar leifar af þeim baug, sem þar heflr verið. Ura líkama Krists heflr verið sveipað blæju alt niður um kné og hangir hornið niður öðrum megin, Jóhannes og Maria virðast vera í kirtlum með allmiklum fellingum. Fyrir neðan þessar myndir liggur breið ræma eftir þakbrúninni með upphleyptum blaðagreinum, hafa i hana verið greyptir 3 stórir steinar, sem all- ir eru burtu; á þeirri hliðinni, er frá snýr á myndinni, er einung- is ræman á þakbrúninni eftir af allri eirleggingunni og er hún mjög svipuð hinni, en engir hafa steinar í henni verið. Eins og sjá má á myndinni er einnig eftir eirleggingin á öðrum gafli skrínisins ofanverðum; neðan til í hana hefir verið greiptur stór steinn. sem nú er horfinn, þar upp af gengur eins og turnspíra, uppmjó með smátiglum að utan og efst á henni lítill knappur; að neðanverðu er breið lína með snúningum, en einfaldir (laufviðar-) strengir til beggja hliða. Á stallinum þeim megin á myndinni, er að snýr, er eirleggingin heil, hún er öll grafin með snúning- um á súlum og bogum yfir hliðunum. Á þeim gafli, sem öll eir- legging er af farin, má sjá farið eftir stein, sem þar hefir verið greyptur inn í legginguna á sama stað sem á hinum gaflinum. Hvergi eru leiíar eftir af eirhúðinni milli þaksins að ofan og stallsins að neðan nema á horninu vinstra megin á hlið þeirri, er að snýr á myndinni, þar er eirræma, sem beygð er yfir sam- skeytin þar sem hlið og gaflur mætast. Skrín þetta hefir alt

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.