Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Síða 38

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Síða 38
38 ur forngripur, því bæði hefir það geymst betur en nokkurt ann- að nisti, sem til er á safninu — svo vel að jafnvel nálin er al- veg heil og ekkert af því farið nema gyllingin á fiestum stöðum — og svo er það í laginu frábrugðið öllum þeim nistum, sem hér eru kunn. Festar þær og plötur, sem niður úr nktinu hanga, hafa bersýnilega verið festar við það til prýðis og að því er snertir bronsþynnurnar, er hanga neðan í neðri festunum, má geta þess til samanburðar, að á síðari hluta bronsaldarinnar voru líkar hengiplötur úr bronsþynnutn hengdar á ýmsa húsmuai til prýðis, svo sem hnífa, nálar o. fl. (sbr. S. Muller: Vor Oldtid Kjöbenh. 1897 bls. 351—52). Nistið er fundið fyrir fám árum í dys hjá Vaði í Skriðdal í Suðurmúlasýslu ásamt mannabeinum og fleiru, þar á meðal hornbeygðri bronsþynnu með tréflögu innan i, sem einnig er komin til safnsins en eigi verður að svo stöddu í ráðið af hverju sé. Athugasemd við Árbók fornl.fél. 1898. Samkvæmt góðfúslegum bendingum í Þjóðólfl, 50. ár, 56. tölubl. skal hér setja nokkrar leiðréttingar og athugasemdir við Árbók fornl.fél. 1898. Bls. 16 á ekki að standa i 15. linu »séra Gríms« heldur sæla Gríms og í 16. línu ekki 73 ári heldur 23 ári. Bls. 20. Séra Guðmundur Magnússon vigðist ekki til Kálfa- tjarnar frá Keldum. Þar í milli bjó hann á Rauðnefsstöðum og Barkarstöðum. Guðmundur Erlendsson er kominn að Keldum 1784; en séra G. M. vfgðist 1786. Bls. 21. segir að Sandgil hafi eyðst til fulls 1760, og að þar hafi síðast búið Guðni Bjarnason, móðurfaðir Guðna Sigurðssonar á Geldingalæk. En Þjóðólfur tekur fram, að jarðabók A. M., sem fyrir Rangárvallasýslu er samin 1709, telji Sandgil þá í eyði fyr- 19 árum, eða árið 1690; og síðasti bóndi þar hafi verið Guðni Brandsson, sem síðan bjó á Árbæ frá 1709 tii 1729, og var faðir Sigurðar föður Guðna á Geldingalæk. Hér er nú þess að gæta, að í fólkstali Gunnarsholtssóknar 1816 er Guðni á Geldingalæk talinn 56 ára og fæddur í Sand-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.