Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Side 40

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Side 40
Skýrsla. 1. Aðalfundur fólagsins. Aðalfundur félagsins var haldinn 11. nóv. 1899. Formaður skýrði frá Árbók félagsins, er þá var prentuð að mestu. Gat hann þess, að svo hefði verið tilætlast, að þar kæmi ritgjörð eftir Brynjólf Jónsson um höfðaleiur, sem búið er að gefa út á þýzku, en það hefði farist fyrir í þetta sinn, af því að myndir þær, er ritgjörðinni áttu að fylgja, fengust eigi í tæka tíð en hún mundi þá koma í næstu árbók. Ennfremur skýrði hann frá, að Brynjólfur Jónsson hefði i sumar farið ransóknarferð i kring- um Snæfellsnes og mundi skýrsla hans um þá ferð koma í næstu Árbók. Fram var lagður endurskoðaður reikningur fyrir 1898 og höfðu engar athugasemdir verið gjörðar við hann. Formaður mintist sérstaklega með þakklæti á þær þrjár konur, er sýnt höfðu velvild sína til félagsins með því að gefa því gjafir, eins og reikningurinn ber með sér. Samþykt var sú uppástunga félagsstjórnarinnar, að nema burt úr félagatali nokkra menn, er í mörg ár hafa eigi greitt tillög sín til félagsins. Því næst voru kosnir embættismenn og endurkosnir þrir fulltrúar (Björn Ólsen, Stgr. Thorsteinsson og Þórhallur Bjarnarson) og svo endurskoðunarmenn. II. Stjórnendur félagsins. Formaður: Eiríkur Briem, prestaskólakennari. Varaformaður: Pálmi Pálsson, latfnuskólakennari.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.