Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Qupperneq 1
Rannsókn
i Norðurlandi sumarið 1905.
Eftir
Brynjúlf Jónsson.
Sumarið 1905 ferðaðist eg um Norðurland fyrir Fornleifafélagið,
því þar var enn ýmislegt að athuga. Mun eg nú skýra frá rann-
sóknum mínum í hverri sýslunni fyrir sig, eins og eg gjörði 1900.
I. Suður-Þingeyjarsýsla.
1. Þingey. Hvenær sem Þingeyjarsýsla er nefnd, þá er eins
og \ manni só sagt það, að hún sé kend við þingstað, er hafi heitið
Þingey og verið vorþingstaðurinn í Þingeyjarþingi. Lítið er hans
getið í sögum vorum: að eins á 2 stöðum í Reykdælu, kap. 27 og
k. 29, er nefnt Eyjarþing. En nafnið Þingey kemur hvergi fyrir i
sögum. Kunnugir vita samt að Þingey er til og heldur enn nafn-
inu og að þar sjást enn glöggvar leifar þingstaðarins. Er enginn
efi á því, að Eyjarþing er það þing, sem í Þingey hefir verið hald-
ið. Þingey liggur í Skjálfandafljóti, þar sem það rennur norður með
sunnanverðri Köldukinn og er Fljótsheiði þar austan megin. Mynd-
ar eyjan yzta hala hraunflóðs þess, sem runnið heflr ofan endilangan
Bárðardal. Er eyjan á að gizka nálægt 1 míla að lengd, en tiltölu-
lega mjó. Hún er öll vaxin fjalldrapa. En uppblástursgeiri liggur
skáhalt yfir um hana, frá suðvestri til norðausturs, skamt frá suður-
enda hennar. Þar er vað á. vesturkvíslinni, kallað Sandbrotavað
og er það skamt frá bænum Barnafelli í Köldukinn. Mestur hluti
fljótsins er i vesturkvíslinni. Yfir austurkvíslina má víða ríða. Þó
er einna bezta vaðið spölkorn fyrir norðan suðurodda eyjarinnar.
Austan að því vaði liggur, ofan af Fljótsheiði, ruddur vegur, forn-
legur mjög, sem nú hefir eigi verið notaður svo lengi sem menn