Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Side 4

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Side 4
6 árburði eru myndaðar. Má eigi vita, hve mikið þær kunna að hafa aukist síðan landið bygðist. Eg bjó til uppdrátt af eynni og þingstaðnum, því Fornleifa- félagið átti engan áður. En uppdráttur þingstaðarins eftir Daníel Bruun höfuðsmann, sem prentaður er í riti hans »Fortidsminder og Nutidshjem«, er í fárra manna höndum hér á landi. — Nýju tóft- irnar gjörði eg dekkri en hinar á uppdrættinum. 2. í Rauðuskriðu. Norður við enda Fljótsheiðar gengur dalhvarf vestan í hana. Er sinn höfði hvoru megin; en ekki eru það harnra- fjöll. Fjórir bæir eru í dalnum: Norðanmegin er Rauðaskriða (höfuðból) og hjáleigan Skriðuland, en sunnanmegin Jódísarstaðir og Bergsstaðir. Lengra inn í dalnum eru 3 eyðibýli: að norðan Skriðu- sel og Steinsstaðir, en að sunnan, inn frá Jódísarstöðum, Ingveldar- staðir. Þar sjer til rústa og allmikilla fornra girðinga. í Rauðu- skriðu heíir verið kirkja, eða að minsta kosti bænahús, í kathólskri tíð. Raunar er þess hvergi getið, svo jeg viti; en þar sér glögt fyr- ir kirkjugarðinum. Kirkjutóft eða leiði er þó eigi liægt að aðgreina: það er alt oi'ðið að óreglulegum þúfum. Legsteinn hefir verið tek- inn þaðan og fluttur í fjárhús á túninu. Er hann þar, reistur á rönd, í undirstöðu undir framgafli innanverðum, og liggur garðinn fast við liann. Steinninn er úr blágrýti, óhöggvinn og er meir en 2'/2 al. á lengd, um 1 al. á breidd og um 7 þuml. á þykkt þar er séð verður. Tvær leturlinur eru á honum og liggja langsetis út undir röndinni þeirri, er nú veit niður. Yar garðinn rifinn frá svo eg gæti séð þær. En dagsljós komst þar lítt að og var sem hálf- dimma á steininum. Varð því að nota lampaljós. Var sú birta eigi vel skýr. Þó ætla eg að eg hafi séð letrið nokkurn veginn rjett. En það er ókennilegt. Dró eg það upp, svo nákvæmlega sem mér var unt. í upphafi neðri línunnar er fallið úr steininum og vantar því neðan af fyrsta stafnum. Úr fyrstu 6 stöfunum mun mega lesa: Magnús, og svo las Jóhannes Þorkelsson á Ytra-Fjalli, vitur maður og vel að sér. Um hitt annað af þessu letri verður ekkert sagt að svo stöddu. Engan veginn held eg því fram, að uppdráttur minn sé svo áreiðanlegur sem þörf er á. Þess er varla að vænta, að upp- dráttur geti verið jafnfullnægjandi og steinninn sjálfur. Hann þyrfti að komast til Reykjavíkur. Þar gæti »fagmenn«, innlendir og út- lendir, skoðað hann. Mundu bændur í Rauðuskriðu, Friðfinnur Sig- urðsson og Hernít Friðlaugsson, taka að sér, fyrir sanngjarna borg- un, að draga hann til Húsavíkur, svo þaðan mætti flytja hann á skipi.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.