Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Síða 5
7
I móa fyrir vestan tún á Bergsstöðum er dálítil girðing,
forn, og í henni bæjarrúst, mjög niðursokkin. Heitir það Mánagerði,
en höfðinn fyrir ofan Mánafell. Kemur það vel heim við Landn,
að þar haíi búið Máni landnámsmaður, sem rekinn var frá Máná
á Tjörnesi. Og með því að Máni er sjaldgæft nafn, en Eysteinn
i BauðusJcriðu, sem Reykdæla getur, var Mánason, þá liggur beint
við að ætla, að hann hafi verið sonur þess Mána, sem hér er um að
ræða. Máná er nyrzti bær á Tjörnesi, en Valadalur næsti bær þar
fyrir utan. Munnmæli þar á nesinu segja, að Vali hafi rekið Mána
burt. En Landn. nefnir til þess Böðólf, er nam alt nesið og hefir
því ráðið þar mestu. Hafi nú Máni verið líkur Eysteini í skapi og
Vali kent ójafnaðar af lionum, en verið skjólstæðingur Böðólfs, þá
getur það legið til grundvallar fyrir munnmælunum, að Böðólfur
hafi gjört það vegna Vala, að reka Mána burtu.
3. Valahaugur er sýndur upp í dalsbrúninni gegnt bænum Vala-
dal. Það er raunar náttúrlegur hóll, eða öllu heldur dálítill grasi
gróinn ás. Hann er allhár og af honum fagurt útsýni. Að ofan er
hann fiatur og eigi víðari ummáls en svo, að þar er rúm fyrir haug,
þó hann væri nokkuð stór. Nú er þar svo út grafið, að aJlar menjar
haugsins eru horfnar. Björn- Helgason, bóndi í Ytri-Tungu, sagði
mér, eftir afa sinum, að Páll bóndi á Héðinshöfða, langafi Björns,
hefði grafið Valahaug út og fundið þar tvo hluti af eiri: armhring
og »bauk«, — það virðist hafa verið eins konar smá-ílát; aðrir, sem
höfðu haft sagnir af grefti Páls, kölluðu það »ofurlítinn eirketil«. —
Ekkert fann Páll þar annað, hvorki vopna- né beinaleifar, og bendir
það til þess, að áður hafi haugurinn verið rofinn og ræntur, en
þessir tveir hlutir, sem Páll fann, hafi þá orðið eftir af vangá. Svo
sagði Björn, að Páll hefði haft »baukinn« til að geyma ýmislegt
smávegis í. En hvað um hann varð eftir Páls dag, vissi liann ekk-
ert um. Um armhringinn hafði hann heyrt það, að síðast hefði átt
hann kona þar á nesinu, er Aðalbjörg hét, hún hefði farið til Ameriku
fyrir 15—20 árum og hefði að líkindum haft hringinn rneð sér. —
Nú fyrir 6—8 árum gerði Skafti nokkur Arason nýja tilraun til að
leita í haugnum, og var auðséð, að hann hafði grafið rækilega. En
hann fann samt ekki neitt. Hann er síðan farinn til Ameríku.
4. y>Hallbjarnarhaugur« er sýndur skamt frá Hallbjarnarstöðum.
Það er lítill, ávalur bali í djúpri graslaut framan í brekkubrún. Er
auðséð, að lautin hefir á sínum tíma verið jarðfall, og hefir það
skorið sig niður úr brekkubrúninni tveim megin við litla jarðtorfu.
Ur þeirri jarðtorfu hefir svo balinn myndast þá er jarðfallið greri
upp, en hefir víst aldrei haugur verið. Þó hefir þar verið gjör all-