Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Side 6
8
mikill útgröftur fyrir eigi mörgum árum. En ekkert fanst, sem ekki
var von.
5. Böðólfsstaðir. Svo segir Landn. III. 19., »þau (Böðólfur) fóru
öll til íslands ok brutu skip sitt við Tjörnes ok váru at Auðólfs-
stöðum hinn fyrsta vetr. Hann nam Tjörnes alt milli Tunguár ok
Oss«. Hér við er það at athuga, að »Auðólfsstaðir« eru ekki til á
Tjörnesi; en þar er eyðibýli, sem heitir Böðólfsstaðir. [Suma heyrði
eg nefna það »Bugólfsstaði», sem er auðsæ afbökun]. Böðólfsstaðir
eru í Ytri-Tungu landi austur við Hallbjarnarstaðaá og er dálítið
lengra frá sjó en næstu bæir eru nú. Sér þar glögt fyrir túngirð-
ingu og rústum. Virðist bygð hafa haldist þar nokkuð langt fram
á aldir, því sumar rústirnar eru grænar. Ein þeirra hefir tvær
hliðartóftir og þriðju þar inn af. Það getur verið fjóstótt. Hún er
inni í austanverðri girðingunni. önnur rúst er í henni vestanverðri.
Það er fornleg bæjarrúst: er að sjá sem þar hafi verið 4 bæjarhús
hvert af enda annars. Því miður hefir í seinni tíð verið bygð fjár-
rjett, eða stekkur, ofan á miðju þessarar rústar. Suðaustan til er
partur af girðingunni myndaður af rúst, sem er tvískift: hvor tóftin
af enda annarar, og er hvor um sig hér um bil 3 fðm. löng. Þetta
sýnist einnig vera bæjarrúst. Hún er rnjög niðursokkin og svo forn-
leg, að eigi sér á henni grænan lit. Er að sjá, að sú rústin hafi
fyrst verið lögð niður. Enn er ein rúst, sem myndar part af girð-
ingunni norðaustan til. Það er óskift tóft, ef til vill forn fjárrétt,
og slær að eins grænleitum lit á hana. Mér sýnist nú liklegt, að
Böðólfsstaðir séu bær Böðólfs landnámsmanns, og að í Landn. ætti
að standa: Böðólfsstöðum í staðinn fyrir »Auðólfsstöðum«. Það getur
svo auðveldlega verið ritvilla. Má vera að bæjarrústirnar hafi verið
tvennar vegna þess, að þau voru þar öll hinn fyrsta vetur. Um
vorið hafa þau skift sér: Böðólfur að líkindum búið þar áfram, en
fengið hinum aðra bústaði. Orð Landn. eru ekkert á móti því.
6. Oþveginstunga. Svo segir í Revkdælu, 4. kap.: »Hánefr hét
maðr. Hann bjó í Oþveginstungu«. Eigi sést af sögunni hvar sá
bær hefir verið, og týnt er nú nafn hans. En allar líkur eru til,
að það sé sá bær, sem nú heitir Laugasel. Það er syðsti bær í
Reykjadal. Kemur Reykjadalsá sunnan að fyrir vestan bæinn, en
fyrir austan hann rennur lækur, sem heitir Oþveginslækur, og fell-
ur í ána litlu neðar, svo að þar myndast nes eða tunga, sem bær-
inn stendur í. Oþveginsmýri heitir upp með læknum og Oþveginsás
litlu austar. öli örnefnin eru líklega kend við viðurnefni manns.
Úlfr úþveginn er nefndur í Njálu. Fleiri gátu haft það kenningar-
nafn. En hvernig stendur á því, að bæjarnafnið skyldi týnast, þar