Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Page 9
11
nú er au (eða mjög líkt því), þá hafa menn á síðari tímum tekið að
rita það með au. En víð það hlaut það að verða óskiljanlegt.
12. Eyðibœir i afdölum Fnjóskadals. Fnjóskadalur skiftist að
innanverðu í 3 arma: Timburvalladalur er austastur og er talinn
framhald aðaldalsins: kemur Fnjóská fram úr honum. I honum er
einna mest undirlendi. Hjaltadalur er í miðið, og er að lengd á
milli hinna. Bleiksmýrardalur er vestastur og er hann talinn miklu
lengstur. Eigi gat eg ferðast um þessa dali. Þeir eru allir þröngir
og í þeim vegleysur og ófærur. Varð eg að láta mér nægja að sjá
inn eftir þeim, En um eyðihæi þar fekk eg góðar og greinilegar
skýrslur hjá kunnugum mönnum. Sá, sem fræddi mig mest og bezt,
var Guömundur bóndi Davíðsson í Fjósatungu, fróðleiksmaður, greind-
ur og minnugur vel, enda allra manna kunnugastur um þessa dali:
Hann ólst upp á Rcykjum: sá bær liggur við minni Bleiksmýrardals
og smalaði G. mörg ár í þeim dal. Seinna bjó hann mörg ár í
Hjaltadal og kom þá oft í Timburvalladal. En hvar sem hann kom,
veitti hann öllu nákvæma eftirtekt og man það siðan. Hefði hann
getað fylgt mér inn i dalina, mundi eg hafa »treyst á fremsta« að
fara þangað. En hann er nú áttræður og eigi lengur fær til slíkra
ferða. En eftir hans tilögn og undir hans umsjón bjó eg til afstöðu-
uppdrátt eyðibæjanna, sem eg vona að sé betri en ekkert til þess,
að skilja það, sem hér verður um þá ritað. En eigi má vænta að
hann só nákvæmur. Mun eg nú taka hvern dalinn fyrir sig og
skýra frá eyðibæjum þar og fleiri örnefnum.
a) Timburvalladalur.
1. Heimarasel var spölkorn fyrir innan Sörlastaði, sem nú er
insti bær í Enjóskadal austanmegin. Þar hélzt bygð svo lengi, að
kona Kristjáns á Illugastöðum fæddist þar. Þar sést stór túngirðing,
alt að 7 dagsláttum. Nokkuð er þar blásið með ánni, en var óblásið
fyrir 67 árum. Nú er þar þó að gróa upp aftur.
2. Fremrasel. Þar er byggilegt og sjást vatnsveitingaskurðir,
en lítið sést til tófta og þykir eigi víst, að þar hafi verið bær að
staðaldri.
3. Fagranes er nokkru innar. Það telja munnmæli með eyði-
bæjum. Þó sjást þar eigi tóftir með vissu.
4. Hvitárkot var langt inni í dalnum hjá ársprænu, er Hvítá
heitir og hefir nafn af fossafalli. Þar er nú alt undir skriðu.
5. Timburvellir voru vestanmegin í dalnum, gegnt Fagranesi.
Þar sjást allmiklar rústir og tún svo stórt, að það var kallað tólf
eyrisvellir. Það er enn grasi vaxið. Þó hefir skriða fallið sunnan-