Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Qupperneq 13

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Qupperneq 13
15 23. Kdrasel heitir stuttri bæjarleið utar. Þar sjást talsverðar rústir, og er talið víst að þar hafi bær verið. Hjá rústunum er lind, sem læk hefir verið veitt í. Á grund litlu ofar hafa verið réttir, miklar um sig, en misstórar og óreglulegar. 24. Eeykjasel var á móts við bæinn í Tungu. Þar var bygð fram á 19. öld. Þar hefir verið nokkuð stórt tún, en lítið engi. Eftir að það lagðist fyrst í eyði, lét Bjarni bóndi á Reykjum byggja þar aftur. En það stóð að eins fáein ár. Nú eru þar beitarhús frá Reykjum. [Bjarni, sem nú var nefndur, bjó lengi á Reykjum. Hann var afi Guðmundar Davíðssonar og ólst hann upp hjá lionuin til fullorðinsára]. 25. Nauthús voru nokkru utar, nær Reykjum. Þar sést girðing sem svari 1 l/g dagsláttu. Þar sem bærinn var, hefir síðar verið gjörður stekkur í girðingunni. II. Eyjaí[jarðarsýsla. 1. Kaupangur. Svo segir Landn. III, 12: »Helgi hinn magri fór til íslands...Helgi lendi þá við Galtarhamar......Hann sat þann vetr at Bíldsá«. Það getur ekki verið um að villast, að þessi vetursetustaður Helga magra hefir verið þar, sem nú er bærinn Kaupangur. Þar fellur Bíldsá ofan. Kaupangs nafnið hefir hann fengið, er bygðin jókst og með henni skipaferðir og kaupskapur. Þá hefir sjór náð þangað inn, þó nú hafi árburður gjört þar þurt land og lengra úteftir. Þó hygg eg eigi, að allur Pollurinn hafi náð svo langt inn á landnámstíð. Þó hefir hann án efa náð nokkuru lengra inn en nú En lengst mun hafa gengið inn mjór, en djúpur, áll, sem legið hefir inn með neðstu brún hlíðarinnar að austanverðu. Er það eðlilegt, því Eyjafjarðará hefir þá, eins og nú, runnið á þessu svæði nær vesturhliðínni og mestur árburður safnast þeim megin; og Ytri Þverá, hefir þá, eins og nú, haldið aðalstefnu sinni dálitið sunnar. Endingin -angur bendir á mjóan ál, en ekki breiðan fjörð. (Sbr. öngr = þröng). En við kaup hefði hann ekki verið kendur nema kaupskip hefði gengið inn í hann. Skamt fyrir utan bæinn Kaupang er klettahamar niður við láglendið. Hann heitir Festar- klettur. Hygg eg að það sé hann, sem í Landn. er nefndur Galtar- hamar. Til þess getur naumast verið um annan hamar að ræða. Uppi á Festarkletti eru 2 tóftir og er önnur tvískift. Það munu

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.