Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Page 16
18
er alllangur. Áustanmegin árinnar eru þar seltóftir á tveim stöðurn,
og eru hvorutveggju kallaðar Grlúmsstaðir, og eiga að vera kendar
við Víga-Glúm. Ef til vill benda endingarnar: -staðir til þess, að
þar hafi verið býli á sínum tíma. Það hefir verið við ytra selið,
sem þeir Glúmur og Skúta áttust við. Seltóftin er á hólbala, stutt-
um spöl frá árgljúfrinu og er mýrarsund á milli. Þaðan rennur
lækjarsitra um djúpa og þrönga gilskoru gegnum gljúfurshamarinn
ofan í ána. Má ganga ofan að henni eftir skorunni Hamarinn er
myndaður af tveimur klettabeltum. Stendur neðra beltið nokkrum
fetum lengra fram, svo að þar verður dálítið þrep. Það hefir án
efa verið hrísi vaxið í fornöld, eins og annarsstaðar. Bæði kletta-
beltin eru allhá. En rétt sunnan við gilsskoruna er efra beltið þó
svo lágt, að þar má stökkva ofan á þrepið. Þar hefir Glúmur hlaupið
ofan, kastað kápu sinni ofan fyrir neðra hamrabeltið í ána en sjálf-
ur falið sig í hrísrunni. Það hefir borgið honum, eins og hann segir
í visunni: »Kálfs eyris met ek hverjan« o. s. frv. Annars hefði
Skúta séð hvað af honum varð. Hann hefir verið »á hælunum á
honum« og flýtt sér ofan gilskoruna til að ná til kápunnar, er hann
hugði Glúm. En þá er hann var kominn ofan að ánni, hefir Glúmur
verið fljótur að skjótast í gilskoruna og upp úr henni. Hann heflr
kallað til Skútu er hann var kominn upp; en verið þegar á hest-
baki og riðinn af stað heim, þá er Skúta kom upp. Það hygg eg
víst, að Skúta hafi farið ofan gilskoruna, en ekki brekkuna, sem
liggur ofan að ánni litlu norðar. Það gat hann að vísu; en það tók
lengri tíma, og kápa Glúms hefði þá annaðhvort verið sokkin eða
komin framhjá. Hitt á alveg við söguna, þegar það er tekið með,
að Glúmur hafi leynst i hrísrunni, meðan Skúta fór ofan hjá hon-
um. Nú hefir Glúmur riðið heim sem skjótast, kvatt upp menn sína
og sent suma til liðsafnaðar út með bæjum. Það var fljótgjört. En
miklu var þó fljótgjörðara fyrir Skútu að ríða beina leið út með
fjalli til manna sinna á Rauðalijalla. Það örnefni er nú týnt. En
hjallinn er auðþektur. Hann er uppi í fjallinu fyrir ofan Kaupang
að sunnanverðu við Bíldsárskarð, og eru í honum rauðleitar skriður.
Skúta hefði hlotið að fá meir en litla töf, ef hann hefði ekki orðið
fljótari en svo, að liðsmenn Glúms hefði getað hitt hann á leiðinni.
En sagan getur ekki um neina slíka töf. Enda hefði þar af leitt,
að hann hefði orðið að hleypa þeim framhjá sér, svo þeir hefði
komist á milli hans og manna hans. Það er þvi óefað missögn, að
að það hafi verið á leiðinni frá Glúmí, sem Skúta hitti mennina,
sem spurðu hann að nafni og hann svaraði með orðaleik. Það atvik
mun hafa gerst, er hann var á leiðinni til Glúms. Hann ætlaði sér