Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Blaðsíða 17

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Blaðsíða 17
19 að koma Glúmi á óvart, og hefir því eigi viljað, áð menn af næstu bæjum við hann yrðu vísir hins sanna um ferð sína. En svo var alleðlilegt að sögumenn settu þetta í samband við orð Glúms um það, að Skúta mundi renna fyrir honum. Það gjörði hann raunar, að hann rann til manna sinna. En hin frásögnin heflr runnið þar saman við. Þannig er vel skiljanlegt hvernig á þessari missögn stendur. — Eg bjó til uppdrátt af gljúfrinu. Svo er frá sagt í sögunni, að hofið að Þverá hafi staðið fyrir sunnan á, að Hripkelsstöðum. Þar í túninu eru ýmsar tóftir, sumar nokkuð fornlegar, en engin sem litur út fyrir að vera hoftóft. A því mun heldur eigi þurfa að furða sig. Meðan hofið stóð, hefir þar eigi verið bær kominn. Það, að hafa hofið eigi heima við hæinn á Þverá, gat naumast haft annan tilgang, en að tryggja hina helgu ró hofsins. Bær hefir fyrst verið settur þar eftir kristni, þá er hofið var burt tekið. Og þá hefir hann væntanlega verið settur ofan í hoftóftina. Þar hefir verið byggilegasti staðurinn á því svæði, sem túnið nær nú yfir. Því tel eg líklegt, að þar hafi hofið staðíð áður. Aður en eg skilst við Munka-Þverá vil eg geta þess, að þar er undir stofuþröskuldi geymdur rúnasteinn. Það er fimmstrendur stuðlabergsdrangi. Er rúnaletur á tveiin flötum hans, er báðir vita upp, likt húsmæni, þá er sá flötur veit niður, sem gagnvart þeim er. En nú eru leturfletirnir vanalega látnir snúa niður, svo letrið ekki skuli slitna. Þó er svo að sjá, sem steinninn hafi einhvern tíma komist töluvert við, því næstum helmingur af leturflötunum er svo flagnaður, að þar er ekkert af letri eftir. Vantar framan af fyiri línunni en aftan af hinni, því þær snúa sín hvorn veg og horfir hvor um sig rétt við manni, þegar litið er á steininn þeim megin. Auk þess er steinninn brotinn í tvent þar um, sem fletirnir eru heilir. En lesa má á hann fyrir því. Sögn sú fylgir steininum, að hann sé legsteinn Elínar bláhosu, móður Jóns biskups Arasonar, og hefir hann því verið nefndur Bláhosusteinn. En það er missögn. A steininum stendur þetta með rúnaletri: (Vig)dís Árnadótt(e)r. Guð friði hennar sál. Er hennar ártíð tveim nóttum fyrir .... Líklegt er samt, að réttnefndur »Bláhosusteinn« hafi líka verið til á Munka-Þverá fyrrum, þó nú sé hann glataður fyrir löngu, en nafn hans síðar færst yfir á þenna, af því menn hafa ekki getað lesið á hann. 4. Aðrir staðir eru nokkrir í Reykdælu, sem hér koma til at- hugunar. Handritum sögunnar ber eigi saman um bústað Grana,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.