Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Síða 22
24
og Bólstaðargerði, eru orðnar úr hinu upphaflega nafni: Bólstaður.
Einhver síðasti bóndi á Bólu var Hjálmar skáld Jónsson; því er
hann nefndur Bólu-Hjálmar jafnan siðan. Nú eru beitarhús á Bólu,
og er landið lagt til Uppsala Ef til vill má hugsa sér, að Uppsalir
sé hin eiginlega heimajörð Bólstaður, og hafi breytt nafni, en að
nöfnin Bólstaðargerði og síðar Bóla hafi geymt leifar hins uppruna-
lega bæjarnafns; en aldrei hafi þar verið annað en hjáleiga.
A örnefnið Örréksheiði minaa nú engin örnefni, er eg gæti upp-
spurt. En þar getur heldur ekki verið um að villast. Þar er engin
-heiði, sem um geti verið að ræða, önnur en Hörgárdalsheiði. Hún
liggur frá botni Norðurárdals yfir í botn Hörgárdals Munu Norð-
dælir í fyrstu hafa nefnt hana Örreksheiði, en Hörgdælir Hörgár-
dalsheiði og hefir það náð yfirhönd.
Þorbrandsstaðir telja menn víst að sé sami bær, sem nú heitir
í Ytri-Kotum í Norðurárdal, og er það að öllum líkindum rétt. En
bærinn Hökustaðir er þá án efa sá, sem nú heitir Fremri-Kot (í
Fremri-Kotum. Ættiaðvera: í Innri-Kotum). Hökustaðir eru nefndir
i Sturlungu á þann hátt, að sjá má, að það er fyrsti bærinn, sem
að er komið, þá er komið er vestur af öxnadalsheiði. Því nafni
hefir bærinn haldið til loka 14. aldar að minsta kosti; hann
er nefndur í Fombréfasafninu (111, 549) í bréfi frá 1394. Hvernig
nöfn þessara bæja hafa breyzt, vita menn ekki. Hætt er við, að
bæirnir hafi lagst í eyði, — ef til vill af skriðuhlaupum, því auðséð
er, að tún beggja »Kotanna« eru að miklu leyti uppgrónar skriður, —
og hefir þar þótt óbyggilegt um nokkurt tímabil á eftir. Loks hafa
aftur verið sett þar nokkur stnábýli, sem eigi hefir þótt eiga við að
nefna annað en »Kot«. Þó bendir fleirtalan í Kota-nöfnunum á, að
í fyrstunni hafi þau verið tvö og tvö saman á hvorri jörðinni. —
Sé þess nú rétt til getið, að skriðuhlaup hafi eytt bæina, þá er sízt
að undra, þó ekkert sjáist til tóftar eldhússins mikla sem Þorbrand-
ur lét gjöra. Enda er það svo, að þess sjást engar menjar. Raunar
er ekki óeðlilegt, að endurminningar um höfðingsskap Þorbrands
hafi valdið því, að sögnin um eldhúsið hafi orðið nokkuð aukin með-
an hún geymdist í munnmælum, líkt og átt hefir sér stað þar, sem
sagt er frá Geirríði í Búðardal og Langholts-Þóru.
Þorbrandshaugur er kallað móabarð eitt lítið sunnan megin við
Norðurá. En ekki lítur það út fyrir að vera hangur. Það er líka
tekið fram, að Þorbrandur nam Norðurárdal allan fyrir norðan, og
sést af þvi, að hann hefir ekki átt land fyrir sunnan ána, og því
ekki verið heygður þar. Má nærri geta, að það hefir verið föst
regla um mikilsháttar menn, að heygja þá í þeirra eigin landi og