Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Qupperneq 24

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Qupperneq 24
26 Þingeyrar. Bygði eg það bæði á forntóftum, er eg sá þar 1894 og einkum á Jónssögu biskups ögmundssonar. Hún skýrir frá því (Bisk. 3. I. 171), að Jón biskup kom því til leiðar á Þingeyraþingi að þar var bær gjör og kirkja. Þar segir svo: »Hinn helgi Jón biskup fór til várþings, þess er var at Þingeyrum, ok er hann kom þar, þá heitr hann til árs, við samþykki allra manna, at þar skyldi reisa kirkju ok bæ, ok skyldu allir þar til leggja, þar til er sá staðr yrði efldr. Eptir heit þetta lagði hinn helgi Jón biskup af sér skikkju sína ok markaði sjálfr grundvöll undir kirkjuna«. Eg get ekki séð, að þessi orð geti verið neinum misskilningi undir orpin, heldur taki þau af allan efa, sem vaknað hefir um það, hvar þing- staðurinn hafi verið, og þykist eg ekki þurfa að fara um það fleiri orðum. Árið 1894 sá eg þar líka eigi allfáar fornar tóftir, sem mintu mig á búðatóftir á öðrum þingstöðum. En þá gat eg eigi búið til uppdrátt af þingstaðnum, einkum vegna þess, að það var um þann tíma þá tún var óslegið og tóftirnar þaktar loðnu grasi. Bæði voru þær óglöggvari fyrir það, og svo hefði grasið troðist til skemda ef svo mjög hefði verið gengið um túnið, sem til þess hefði þurft. Auk þess var fleira til fyrirstöðu. En síðan hefi eg ekki haft tæki- færi til þess, fyr en nú, er eg kom norðanað á áliðnu sumri, þá fór eg að Þingeyrum í þessu skyni. En um seinan þóttist eg kominn, er eg sá þær breytingar, sem orðið höfðu á þessum 11 árum, sem á milli voru liðin. Þar sem eg hafði séð hinar beztu forntóftir hafði túnið verið sléttað, svo þær voru horfnar. Svo var t. a. m. fyrir neðan hlaðbrekkuna og víðar. Á suðausturtúninu er nú einungis 1 tóft eftir, sem minnir á búðatóftir, t. a. m. á Þingskálum og Leið- velli. Þó sést enn, að þar hafa verið fleiri slikar búðir í röð. Nú eru þær aðeins útsléttaðir balar, sumir þó með laut eftir endilöngu, en á sumum sést hún ekki. Er mikið af slíkum bölum á suður- og vesturtúninu, og er auðséð að allir þeir balar eru útsléttaðar tóftir. En eigi treysti eg svo á minni mitt, að eg þori að ákveða, hve margar af þeim voru óútsléttaðar 1894. Það gjörir líka minst til. Hið merkilega við þær er, að þær eru allar í samanhangandi röðum. — Það er engin venja að peningshús, eða önnur hús er búum til- heyra, standi í löngurn röðum á túnum. Svo er eigi heldur á Þing- eyrum, þá er um þess konar hús eða þeirra tóftir er að ræða. Þar á mót er það víðast á fornum þingstöðum, að búðatóftirnar eru flestar í samanhangandi röðum, og þeim röðum eru balaraðirnar á Þing- eyratúni svo áþekkar að niðurskipun, að eg hika ekki við að taka þær fyrir leifar af þingbúðatóftum, meðan ekki kemur fram nein sönnun fyrir, að það sé rangt. Eftir stefnu raðanna, sem eru fyrir

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.