Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Qupperneq 25

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Qupperneq 25
27 vestan traðirnar, má ætla að þær hafl haldið áfram austurávið og séu margar horfnar þar undir, sem nú er bærinn með rústum og gömlum öskuhaugum vestur af, en kirkjugarði, heygarði og fjósi austur af. Virtist mér enda votta fyrir einum slíkum tóftarbala bak við heygarðinn. Alt slíkt setti eg á uppdráttinn og einkendi hvern tóftarbala með tölustafnum 1, dómhringinn, — sem því nafni hefir haldið frá ómunatíð, — með 2, forna garða og gerði með 3, bæjarhúsarústir og öskuhauga með 4, bæinn, sem nú er tvö timbur- hús, með 5, útiskemmur með 6, heimreiðartraðir með 7, túngarðinn með 8, heygarð og fjós með 9, peningshús með 10, peningshúsatóftir með 11, hinar sléttuðu spildur með 12, hlaðbrekkuna, og framhald hennar austur eftir túninu, með 13, tóft eina, sem virtist ný-útsléttuð og óvíst hvar undir heyrði, með 14, rúst, sem virtist gamall sáð- garður, með 15, kirkjuna með 16, kirkjugarðinn með 17, og götustíg að vatnsbóli með 18. Hina glöggustu búðartóft, sem fyr er nefnd, einkendi eg með a aftan við tölustafinn (1). Vona eg að lesendur geti áttað sig á þessu öllu. Það munu margir mæla, að eg hafi »farið það sem eg komst« í þvi, að finna út menjar hins forna þingstaðar á Þingeyrum. En, eins og sjá má af hinu framansagða, er þar ekki »um auðugan garð að gresja«. Og það er ekki án orsaka., að Daníel Bruun, höfuðs- maður, segir í fylgiriti Árbókar Fornl.fél. 1899, bls. 36, um Þingeyra- þingstað: »her findes næppe Spor mere tilbage deraf«. Tóftirnar, sem honum voru sýndar, hafa að líkindum verið hinar nýjari, því að þær eru glöggvastar, og er það þá rétt, sem honum var sagt, að þœr »hidröre ikke fra Tingstedet«. í sjálfu sér þarf ekki að furða sig á því, þó fornmenjar hverfi þar, sem bygð helzt um langan aldur, því þá gengur það svo, að hver breytir þeim mannvirkjum, sem hann tók við eftir formann sinn. Og við er að búast, að á stórbýli, eins og Þingeyrum, hafi eigi hvað minst kveðið að slíku. Því er það mikilsvert, að hafa áreiðanlegan sögustað fyrir því, hvar þingstaðurinn var, svo um það þyrfti ekki að efast, jafnvel þó allar menjar hans væru horfnar.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.