Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Page 28

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Page 28
30 Sá hvíti litur náði lika inn í allar sprungur í hellunum. Svipaður litur kemur á steina í sumum uppsprettulindum. En eigi vita menn af stað þar nærri, sem svo mikið at' slíku grjóti fæst úr. Hellurnar voru eins og límdar saman með eins konar steinlími og með sama steinlími var sléttað yfir alt hið hellulagða gólf. Á einum stað fund- ust þar leifar af afli, og hafði hér verið smiðja. Aflinn var líka límdur með sama steinlíminu. Eru enn til molar úr því í Fljóts- tungu til sýnis. Eigi eru þeir harðari en svo, að þá má mylja milli fingra sinna. Sandtegundin, sem notuð hafði verið í steinlímið, er grá að lit. Hún finst hjá Þórgautsstöðum. Hvað haft hefir verið sem bindiefni í steinlímið, er ekki hægt að segja. Líklega heflr það verið fengið frá útlöndum, en notað sparlega og límið því orðið laust í sér. öðrumegin við aflinn varð fyrir hrúga af mjög smágjörvum sandi, sem virtist hafa verið notaður fyrir steypusand; sáust í hon- um örsmáar koparagnir hér og hvar. Bendir það á koparsteypu Veggja-undirstöður sáust norðan- og austanmegin gólfsins, en sunnan- og vestanmegin var ekki grafið út fyrir þær. Stærð tóftarinnar verður því ekki ákveðin. En austanmegin hennar urðu fyrir undir- stöður annarar tóftar, og var ekki heldur grafið út fyrir hana austan- megin. Þar sást á einum stað standa stórker í heilu líki. Það var svo fúið, að það varð að hismi, er við það var komið. Það var að innan fult af mold, sem von var; en er nær dró botninum, var moldin blandin hvítu efni. En ekki var hægt að ná því sérstöku. Er líklegt, að skyr hafi verið i kerinu. —• Á einum stað kom fyrir í moldinni járn, sem líktist skegghnífsblaði. Það var ryð eitt og fór í mola, er á því var tekið. Einnig fundust þar tveir skeifu-hehn- ingar, sinn af hvorri skeifu. Þeir voru líka orðnir ryð eitt að kalla mátti. Skeifurnar höfðu verið 5-boraðar og var eitt gatið fyrir tánni. Þar höfðu þær brotnað um. Eigi höfðu þær verið stærri en skeifur eru nú. 5. Fornleifafundir í Arnessýslu 1. I Alviðru. Arni bóndi Jónsson í Alviðru í Ölfusi bygði hey- hlöðu vorið 1903, og gróf fyrir henni 5—6 ál. djúpt niður. Á svo sem 3 ál. dýpt urðu íyrir undirstöður tófta, eigi allstórra og hjá þeim fanst brauðstýll úr kopar, svo sýrður utan, að ógerla sást hvað á hann var graflð. Svo sem 1 al. neðar voru aðrar undirstöður er sneru öðruvísi. Það voru búr- og eldhústóftir, eigi stórar. Hinar efri höfðu verið bygðar á rústum þessara. í eldhústóftinni fundust hlóð, en í búrtóftinni klumpur af hvítu eíni, sem mun hafa verið skyr(?). Rúml. 1 al. fyrir neðan þetta urðu enn fyrir undirstöður.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.