Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Síða 29
31
Það hús hafði verið stærst og snúið frá norðri til suðurs, (eða langs
eftir bæjarröndinni sem nú er). Breidd þessarar tóftar hafði verið
6 al., en lengd varð ekki mæld, því svo langt var ekki grafið á
hvorugan veginn. Þessar undirstöður voru af stærstu grjóti. Við
bakvegginn sunnarlega fundust leifar af trékeri, sem hafði verið
grafið svo sem ll/2 al. ofaní gólfið og sandur utanmeð og undir.
Það var svo sem íl/2 al. í þvermál. Hæðin varð ekki ákveðin, þvi
það sem upp úr sandinum kann að hafa staðið, var fúið í burtu.
Ofaní því var rofamold, blandinn hvítgráu efni, líkl. skyri. Var
sem þekja hefði fallið ofani það. Á öðrum stað fannst hnefastórt
stykki af mjúku efni, er var snjóhvítt innan, en gulnaði og molnaði
er það þornaði. Og enn fannst þar hálftilbúinn herzlunór úr hvera-
steini, liklega frá Reykjum. Mun steinninn hafa brotnað meðan
verið var að höggva hann, og því verið hætt við það. (Hann var
nfi. í tvennulagi). — Árni færði faktor P. Nielsen sýnishorn af skyr-
inu og stilinn. Sumarið 1904, dýpkaði Árni hlöðuna um rúma 1
al., gróf raunar ekki út að veggjum, en hlóð þessa gröf innan, nema
í suðvestur-horninu; þar lét hann standa opið bil til sýnis, því þar
kom fram far eftir ker, sem hafði verið grafið dýpra niður en hitt
og talsvert víðara. Sandur hafði verið undir og utamneð og sást
hann glögt þar er frá var grafið. Af kerinu sjálfu sást ekkert, og
virtist það hafa verið burttekið. Rofamold liafði fallið ofani farið
eftir það og var hún þvöl átaks, en utanvið sandinn var moldin þur.
Þar var öðrum megin steinalag og heldur smátt. Þaðan var l/4 al.
niður að skriðumöl. — Þess láðist að geta við efstu tóftirnar, að
þar fannst á einum stað hrúga af öskukendum viðarkolum.
2. I Haukholtum. Þorgeir bóndi Haldórsson i Haukholtum í
Hrunamannahreppi bygði heyhlöðu voi'ið 1903 og gróf hana alt að
6 ál. niður. Á nál. 5 ál. dýpt varð fyrir byggingargrjót mikið,
undirstöður og hjá þeim mikið lausagrjót, eins og veggirnir hefðu
hrunið, Á fullri 5 ál. dýpt var þykk gólfskán og þar stóð á einum
stað grár stöpull, svipaður kalki. Hann hjelt sér ekki, en fór í
mylsnu, er við var komið. Utanmeð honum vottaði fvrir tréleifum
í moldinni og gátu þær verið úr keri. Viðarkola varð vart á öðr-
um stað. Viðlíka djúpt niður fannst stór snúður úr mósteini og.var
grafin á hann sigurlykkja. Jarðþrúður Bjarnadóttir, kaupakona —
sem nú er í Ameriku — tók að sér að flytja snúðinn til forngripa-
safnsins.
3. I Galtafelli. Jakob bóndi Jónsson í Galtafelli í Hrunamanna-
hreppi byggði heyhlöðu vorið 1904. Þar var áður skemma er sneri
fram í bæjarröndina. — Bærinn snýr í suðvestur. — Nál. 1 al. und-