Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Qupperneq 30
32
ir gólfi varð fyrir undirstaða veggjar, sem lá þvert yfir (eins og
bæjarröndin) og hjá henni kom upp sandstöpull sívalur, sléttur utan,
nál. lVa al. í þvermál. Iíann var ljósgrár að lit og svo samfeldur,
að byggingarmönnum kom í hug að taka hann upp í heilulagi. En
þá brast hann. Sást þá, að hann var hoJur innan og hafði ker
verið innaní honum: Sáust sveigaförin innaní sandhólfinu þar, sem
gjarðir kersins höfðu verið. Tréleifar af kerinu sáust ekki, nema
litur eftir af botninum, enda hafði þar verið aska undir en eigi
sandur. Kerið virtist hafa verið um 1l/4 al. á hæð og viðlíka á vídd.
Af því, sem í kerinu hafði verið, voru eftir beinaleifar, sumt af
þeim hélt sér og voru smábútuð sauðabein. Virtist það hafa verið
saltkjötsspað. Ofaná beinaleifunum lágu smáar líparít-hellur, sem
hafa verið lagðar yfir kjötið, en þar ofaná höfðu verið lagðar 2
blágrýtishellur, hvor út af annari, og hélt sandstöpullinn þeim uppi.
Kerið hafði verið grafið ofaní gólf í eldhúsi, nál. 3 al. víðu, og sáust
öðrutn megin hlóð og viðarkolaaska. En þetta eldhúsgólf reyndist
að vera ofaná uppfyltri tóft, því suðurveggur þess lá svo djúpt nið-
ur, að undirstaða hans var neðar en botn kersins. Norðurveggur
þessarar uppfyltu tóftar kom ekki í ljós; hefir hann legið norðar en
grafið var. Engir munir fundust þar aðrir. — Einkennileg hola eða
gangur lá á einum stað frá kerinu gegnum sandhulstrið útí moldina
og svo í bugðum niðurávið. Var grafið eftir henni nokkuð dýpra
niður en hlaðan er annars grafin, og sást þá bæli kvikindis þess,
er grafið hafði ganginn, og frá bælinu lá hann aftur niður í ýmsum
bugðum og hættu menn við að grafa hann út. Víðari var hann
nokkuð en músarhola er venjulega, og þóttust menn eigi vita, eftir
hvaða dýr hann væri. — Dálítill mislitur steinn fannst í moldinni,
liklega líparít, en hafði týnzt aftur. Þar var og margt af litlum
smásteinum er voru hnöttóttir, sorfnir af vatni og leirlitaðir. Má
vera að utanum þá hafi átt að ríða og hafa fyrir kljásteina.
4 Á Spóastöðum í Biskupstungum. Páll bóndi Guðmuudsson
bygði heyhlöðu vorið 1904 og gróf 6 ál. djúpt niður. Á 3 ál. dýpt
fundust að vestanverðu hlóð og aska mikil, en þar ofaná tréleifar
og þakhellur, líkt og rjáfur hefði fallið ofan. Þar fannst steinsnúð-
ur af smásnældu og tveir kljásteinar. Að austanverðu fannst kola-
bingur, og einnig tréleifar og þakhellur ofaná honum. — Fyrir
nokkrum árum var grafið þar fyrir kjallara, litlu austar, þar urðu
og hlóð fyrir, aska og viðarkol. Getur það bent á tvíbýli. Þar
varð og fyrir hellulagður gangur (bæjardyr?) og þar undir lokræsi,
fullt af grjóti og forarblandinni moldu.