Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Qupperneq 33

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Qupperneq 33
35 skal tekið fram, að þá heíir Tcer hlotið að vera utanum skyrið og halda því saman, þó nú væri ekkert eftir af því keri. Og þar virt- ist skyrið hafa verið þykkvara en í Alviðrufundinum og þess vegna ekki samlagast eins rofmoldinni. En í báðum stöðunum er ólíklegra að þekjan hafi sígið jafnt ofaná kerið; þá hefði hlemmurinn eigi verið fallinn af og moldin því eigi komist að skyrinu fyr en tréð var fúið og skyrið orðið þéttara fyrir. — Er mér því nær, að eigna þessi tilfelli landskjálfta, en fullirða skal eg það samt ekki að svo komnu. Hverasteinninn, sem fluttur hafði verið frá Reykjum að Alviðru til að gjöra úr honum nó (til að herða í sláttuljái eftir dengingu), getur ef til vill gefið bendingu um, til hvers Geysissteinninn, sem Sigurður Pálsson sá í Hvítárness-rústinni syðri, haíi verið ætlaður. Nór var á hverjum bæ meðan ljáir voru dengdir, ýmist gerðir af tré eða mósteini. En bezt mun hafa þótt, ef menn gátu fengið til þess hverastein. Hann er haldbetri en mósteinn og þó auðunninn.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.