Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Qupperneq 34

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Qupperneq 34
Gamlir legsteinar i Görðum á Álftanesi. Framliald ritgjörðar í Árbók 19041). Eftir Matthías Þórðarson. Nr. 3. Legsteinsbrot. 1652. Brot þetta er neðri hluti af litlum legsteini óvönduðum. Það fanst í kirkjugarðsveggnum fyrir nokkurum árum og liggur nú í kirkjugarðinum**). Brotið er ekki flatt að ofan og virðist vera alveg óhöggvið. Strik er utan um letrið, ártalið fyrir neðan strikið. Lengd brotsins er 46 sm., breidd 37 sm. og þykt um 12 sm. Hæð stafanna 3V8—4V2 sm. Milli orðanna er tvídepill svo sem á steinunum nr. 1—2. Þar sem orð endar með línu er ekki tvídepill á eftir (LIKTVN, SARV). Stafimir eru latínuleturs-upphafsstafir; té-in eru með litlu þverstriki við báða enda leggsins, jafnstóru að ofan og neðan; æ-hljóðið er táknað með Æ, ö-hljóð með 0. Hljóðtáknanir og gildi merkjanna er líkt og á steinunum nr. 1—2: I táknar i, í (og y), tvöfalt n-hljóð er táknað með N á þeim eina stað, er það fyrir (MINE); sömul. er tvöfalt r-hljóð táknað með R í HVRE. í sinda eru tveir siðustu stafirnir skeyttir saman vegna rúmleysis: RT:F0R:íi. AR:TIL:LIFSIN S:LEID:LIKTVA A:MINE:SARV NEID:HVRE:S ÆLV:EG:SIDA •HELD:SINEA:F- 165Z J) Framhald þessarar ritgjörðar átti að koma i Árbók 1905, en varð ekki af, Bökum þess að handritið glataðist. ’) Þetta var ritað 11. VI. ’03; nú (jan. 1907) er þetta legsteinsbrot brotið i þrent.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.