Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Page 41

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Page 41
43 Þar fyrir neðan er brotið af steininum og má vera að hann hafi verið nokkru lengri í fyrstu eða 100 sm. í 10. 1. aftast eru 2 sam- miðja hringir til þess að fylla út bilið sem er á eftir erindinu. Á milli orðanna eru engin bil eða dcplar, en á eftir hverju vísuorði er einn depill, sömul. á eftir skammstafaninni OCT (fyrir OCTOBRIS) í neðstu línu, einnig fyrir framan og aftan töluna 3 í sömu línu. Letrið er líkt og á hinum steinunum, hljóðtáknanir og merking stafanna hin sama og á þeim. I orðinu og í 1. 1. er 0 og G bundið saman; tvöfalt n-hljóð er táknað með N í M0NVM í 1.1.; má vera að gleymst hafi strikið yfir N. í 7. og 10. 1. eru 2 T dregin saman, eitt strik yfir báðuin leggjunum. í enda 9. 1. eru A og R dregin saman. Um OCT. í neðstu línu var getið áður; í sömu línu er E og G í endingunni -lega bundið saman, og A° fyrir ANNO. í ártalinu er núllið helmingi minna en hinir tölustafirnir. S V G VDICGM0N VM GIEDÞECKVAR.GVDS OKMEDÞOLINMÆDE BAR.IBRVDKAVPLAM BSINSBODINER.BLESS VDVPPRISNVHVILE RHIER.DROTTINSOR DVEGSIERVISALIET. VILBORGS V G VRD AR DOTTVRHIET. ® VEGFERDARTIMENE FNDRARHEIDVRSKV INNV45AR.ENDADEL 0FLGA.3.0CT.A°168o Fyrstu 10 línurnar eru 1 erindi, 6 vísuorð, og ríma saman hverjar 2 og 2, er saman standa. Erindið er að mestu leyti auðskilin orðatiltæki úr prédikunar- og biblíumálinu. Um ritháttinn SVGVRDAR (í 9. 1.) hefir verið getið hér að framan við st. nr. 4. — DOTTVR í 10. 1. er nefnif. og bendir á að myndir hinna fallanna hafi einnig rutt sér til rúms i nefnif., svo sem oft kann að eiga sér stað. Nú segja og skrifa margir dóttir í öllum föllum eint. Hljóðar grafskriftin þannig: Sú guði og mönnum geðþecle var, guðs ók með þolinmœðe bar, í brúðkaup lambsins boðin er, blessuð upprís nú hvíler hér.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.