Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Side 42

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Side 42
44 drottins orð veg sjer vísa lét, Vilborg Sugurðardóttur hjet. Veqferðartíme nefndrar heiðurskvinnu, 45 ár, endaðe lofleqa 3. Oct. afnnjo 1680. Hér er ritað GVDI (1. I.) og BODIN (5. 1.) en ekki GVDE, BODEN og eru þó i-(e-)hljóð í hreimlausum endingum annars táknuð með E á þessum steini og hinum íslenzku steinunum; i-hljóðið í eign- arfallsendingunni -ins er ávalt táknað með I á þeim öllum, sömul. i sagnorðsmyndinni leistist á st. nr. 4. Nú er í íslenzku bókmáli ætíð ritað i í hreimlausum endingum, en fjöldi manna ber fram og skrifar e í þessum endingum, einkum á Suðurnesjum, þar sem e- og i- hjóð annars eru á reiki. Á legsteinum þeim, sem hér er um að ræða, er svo lítil ósamkvæmni í rithætti hreimlausra endinga með i-(-e)hljóði, að útlit er fyrir að framburðinum hafi verið fylgt og að hann komi i ljós af rithættinum. I-hljóðið í þessum endingum er nú eins konar millihljóð milli i- og e-hljóðs. Nr. 7. Enarus Enarius (Einar Einarsson) f 1690 og Thora Trebonia (Þóra Torfadóttir) f 1691. Steinn þessi er 159 sm. langur, 72 sm. breiður, um 16 sm. þykkur. Hæð stafanna 3—4^2 sm. Efnið grágrýti (dolerit) eins og í öllum hinum steinunum. Fyrir ofan letrið er lykkjudráttur og í hornunum beggja vegna eru englamyndir. Á milli sjálfrar graf- skriftarinnar og tvíyrðingsins neðst á steininum er bil og eru þar höggnar myndir af manni og konu, sem líklega eiga að tákna þau hjónin. Takast þau saman örmum og standa á litlum boga. Lykkju- drættir báðum megin. Mannamyndirnar eru luralegar og illa gerðar. Stjarna er milli ennanna. Neðan undir allri áletraninni er stunda- glas í umgjörð og litlar englamyndir í hvoru horninu, svipaðar þeim sem eru á hornunum á steini nr. 2. — Strik er utan um alt saman. Depill er á eftir hverju orði og töluheild, nema EIVS28 i enda 4. 1. ET í 5. 1. og NVNC í enda 13. 1. — Fyrir aftan skammstafan- irnar PVDICISS og PIISS í 5. 1. er tvídepill. Letrið er venjulegt upphafsstafa-latínuletur, nema að því leyti, að kúin eru líkust tölu- stafnum 2 í laginu og líkt merki er fyrir aftan skammstöfunina D fremst í 4. 1., sem merkir DOMINVS; -que er í VNDI23 (3. 1.) og EIVS28 (4. 1.) táknað með þessu kúi og miklu minna merki þar fyrir aftan, sem líkast er tölustafnum 3, en er víst öfugt E (eða epsilon); u- og v-hljóð táknast með V. — Kvarnast hefir úr steininum aftan

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.