Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Blaðsíða 26

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Blaðsíða 26
28 að fá ef unnt værí, frekari vissu um þetta, fór eg þangað nú aftur og séra Ofeigur Vigfússon með mér. Rústirnar eru hjá efstu upp- tökum Skarfanesslækjar, sem í fornöld mun hafa heitið Engá, og rennur í Þjórsá um Yrjaós. Þær eru í þremur smáhólum og ör- skamt milli. Á mið hólnum heíir sjálfur bærinn verið og er rústa- bungan yfirum hann þveran frá austri til vesturs. Sunnanundir henni er hóllinn lítið eitt lægri. Virtist þar votta fyrir stuttri veggj- arundirstöðu svo sem 4 fðm. frá suðurbrún bungunnar. Hjá henni fundum við hauskúpu, sem eigi var alveg ofanjarðar. Vildum við forvitnast um hvort þar væri meira, og fundum þá leifar af heilli beinagrind er sneri frá vestrí til austurs. Svo nærri var komið að hún blési upp, að moldarlagið sem hún lá í, var varla l/s al. þykkt. Undir því var 8 þml. þykkt lag af svörtum vikri og þar undir ann- að af hvítum vikri, vel 12 þuml. þykkt. Undir því var 2 þuml. þykkt moldarlag en svo aftur hvítur vikur. Þetta sáum við í gröf þeirri er við grófum beinin í, ásamt 4 öðrum hauskúpum, sem þar láu í sandinum uppblásnar, og höfðu borist sín í hverja áttina. Yfir gröfina settum við leiði af grjóti. Það, að beinagrindin snéri frá vestri til austurs, bendir á hristna greftrun, enda þótt eitt dæmi sanni ekkert. Og í fornöld hefir Skarfanes án efa verið slíkt höfuðból, að engin ólíkindi eru á því að sá er þar bjó í fyrstu kristni, hafi sett kirkju á bæ sínum. En eigi hefir hún staðið langt fram á aldir, þar eð hennar er hvergi getið. Enda gat þar ekki verið um neina kirkjusókn að ræða, held- ur aðeins heimiliskirkju. Hin þykku vikurlög sem hér eru, munu eigi hafa verið svo þykk yfir alla jörð, en í skjólinu undir hólnum hefir vindur dregið vikurinn saman í fannir, hverja ofan á aðra. En svo langt er síð- an, að á landnámstíð hefir jarðvegur verið gróinn yfir þær. Og þá er kirkjan var þar, hefir hann verið orðinn svo þykkur, að óþarfl hefir þótt að grafa dýpra en ofan að vikrinum. Nú er lítið eftir af jarðveginum, helzt undir grjóti. Og nú er sú kvísl lækjarins, sem hjá rústinni rann, svo sandkafin, að hún rennur ekki fram nema í rigningatíð og getur ekki lengur veitt hlífð fyrir sandfokinu. Br. J.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.