Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Blaðsíða 28

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Blaðsíða 28
30 II. Á bls. 5, þar sem lokið er að ræða um landnám Lofts gamla, hefði ef til vill verið ástæða til að setja fram dálitla tilgátu. Svo stendur á, að hjá bænum Rútsstöðum, — sem er í landnámi Lofts, — rennur lækur eigi alllítill og þaðan suðaustur í Vörsabæjarlæk. Á nokkrum spöl, suðaustast í Rútsstaðalandi, er þessi lækur kallaður Þorleifslœkur og þar heitir Þorleifshóll hjá læknum. Nær hólnum liggur alfaravegur yfir lækinn og er þar brú á honum, — annars er hann þar ófær. Sú brú heitir Þorleifsbrú. Nær hún þvert yfir um dælardrag það, er lækurinn rennur eftir. Yfir þá brú hefi eg oft átt leið, ungur og gamall. Man eg vel, er eg sá hana fyrst, hve tilkomumikil mér þótti hún fram yfir aðrar smábrýr, er eg hafði áður séð. Hún líktist mest hryggmynduðum grasbala. Hún var hér um bil axlarhá um miðjuna og á að gizka 5 ál. breið að neðan, en fláði svo uppeftir, að gatan, sem cftir henni lá, var ekki nógu breið fyrir 2 hesta samsíða. En hún var ávalt góð yfirferðar, beinhörð og bleytulaus þó rigningatíð væri og var aldrei að sjá, að hún hefði verið endurbætt eða þyrfti viðgjörðar við. Þá er farið var að gjöra vegabætur eftir nýjum vegalögum, var Þorleifsbrú rifin niður og henni breytt: hún var gjör lág og flöt og svo breið ofan, að hestar gátu mæzt á henni. Yfir vatns- auganu (læknum sjálfum) var gjör timburfleki. Svo voru aðrar brýr, sem þá voru gjörðar. Síðan hefir hún líka þurft stöðugt við- hald, eins og þær, sem ekki er tiltökumál. Fleiri brýr eru nú þar skamt frá á öðrum lækjum, en á sama veginum, líkar henni. Því dettur mér í hug að óttast fyrir, að hún kunni að týna nafni þá er fram liða stundir. Því skal það aftur tekið fram, að Þorleifslækur rennur hjá Rútsstöðum, er þar bæjarlækur. Það er Þorleifs-nafnið, sem hér vakti eftirtekt mína. Sturlunga getur þess þar, sem hún segir frá örlygsstaðafundi, að þá er Sunn- lendingar, fylgdarmenn Gissurar, riðu neðan frá Jökulsá, féll maður af baki og hlógu menn að. þessi maður er nefndur Þorleifur spaði frá Rútsstöðum. Það er nú tilgátan. sem eg talaði um að setja fram, að Þorleif- ur spaði kunni að vera sami maðurinn sem sá, er brúna gjörði og örnefnin eru kend við. Hann bjó á Rútsstöðum, og brúin er ein- mitt á Rútsstaðalæknum, þó fjær bænum sé nokkuð. Hann virðist eigi hafa verið mikill hermaður eða reiðmaður og hefir naumast »átt heima« í þeim flokki, eða því ferðalagi, sem hann var þá í. Menn hlógu að er hann féll af baki. Það bendir ekki á, að þeim hafi þótt mjög undir um hann. En ef viðurnefni hans, spaði, þýðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.