Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Blaðsíða 19

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Blaðsíða 19
21 þó mjúkt og auðunnið. Er sú steintegund eigi sjaldgæf á Þórsmörk, sjást víða molar úr henni i framburði giljanna. Kerið var utan við rústina og virtist hafa staðið úti. Má vera að það hafi verið þvotta- stampur. í rústinni fundum við leifar af ýmsum smáhlutum, nokk- ur brýnisbrot, krók úr fötukilp, odd af ljáspík og þyrsklingsöngul auk ýmíssa smábrota af járni, sem ekki verður séð úr hverju eru, og fáeina smásteina, sem bornir hafa verið til bæjar frá fljótinu. Þyrsklingsöngullinn er vottur þess, að þaðan hefir maður fai’ið í út- ver til róðra; hann heflr haft öngulinn heim með sér frá sjó, eftir að hann hafði notað hann þar. Til heimanotkunar á Þórsmörk gat öngullinn eigi verið ætlaður. Loks skal þess getið, að sunnan und- ir nefinu, sem rústin er á, rennur lækjarsitra í fljótið, og hefir þar verið bæjarlækur og vatnsból Þuríðarstaða. Sé það nú rétt til getið, að bær Ásbjarnar Reyrketilssonar hafi verið þar sem nú heitir Húsadalur og hafi Ásbjörn búið þar til elli þá er það eðlileg tilgáta, að Ketill son hans hafi reist bú að föður sínum lifanda og því gjört sér annan bæ í landnámi hans. Og þar eð kona Ketils var Þuríður Gollnisdóttir, þá liggur beint við, að bær Ketils hafi verið kendur við nafn hennar og það hafi verið Þuríð- arstaðir. Sérstaklega væri það líklegt, ef hún hefði lifað mann sinn og búið þar eftir hann. örskamt má heita milli Húsadals og Þur- íðarstaða. Þó verður það nú ekki komist með hest, nema fljótið sé svo lítið að ríða megi undir hömrum. En þar hygg ég að áður hafi verið undirlendi, sem að framan er tekið fram. Eg sagði hér að framan, að ég væri fallinn frá þeirri lauslegu tilgátu, að nafnið Steinfinnsstaðir hefði breyst í Steinsholt. Nú set ég fram aðra tilgátu viðvíkjandi landinu sem Jörundur goði »fóreldi og lagði til hofs«. Hún er sú, að með orðunum »milli Krossár og Jöldusteins« sé átt við alla landspilduna milli Krossár og Jökulsár. Jökulsá er milli Steinholts og Langaness og hefir að líkindum til forna runnið í fljótið eigi alllangt frá .Jöldusteini, ef til vill runnið áður saman víð Steinsholtsá niðri á undirlendinu. Þetta landriám Jörundar hefði þá náð yfir Goðaland, Staklcholt og Steinsholt. Þá hefði Hoftorfa á Steinsholti haft nafn af hofi Jörundar — þó það stæði þar ekki — og Steinsholt haft nafn af hínum stóra steini, sem stendur i Hoftorfunni, en »Bjórinn« væri láglendis-spildan sem liggur ofan að fljótinu á þessu svæði. Hefir þar þá verið graslendi og hefir það verið sambandsliður milli Langaness og láglendisgeirans vestan fram með Þórsmörk. Hefir þá legið vegur eftir öllu þvi láglendi endilöngu. Kemur þetta alt vel heim bæði við Landn. og Njálu. En af þessari tilgátu leiðir, að hvergi verður hægt að hugsa sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.