Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Blaðsíða 25

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Blaðsíða 25
27 við landslagið. Þó er það örnefni nú gleymt. Er hugsanlegt að bærinn hafi heitið Síða. En um það er ekkert hægt að vita. II. Austur við Stóruvallalæk þar sem bærinn Fellsmúli var settur, er hann var færður undan sandfoki 1882 (Árb. '98 bls. 3) hét áður Hólmengi. Er auðséð á gömlum farvegi, að þar hefir hólmi verið í læknum áður. I þeim hólma hafa menn nýlega tekið eftir fornum rústum, mjög niður sokknum. Þær skiftast í 2 flokka og er svo sem 20 faðma bil á milli. I þeim flokknum sem ofar er með læknum, eru 6 tóftir að meðaltali um 7—8 fðm. langar. Eru 3 samhliða og snúa austur og vestur, við austurenda þeirra eru tvær er snúa norð- ur og suður, hvor af enda annarar og þó ekki samfastar. Austur af þeim, næst læknum, er ein sem snýr austur og vestur og er hún óglöggust þeirra allra. I hinum flokknum, neðar með læknum, eru þrjár tóftir samhliða og snúa frá norðaustri til suðvesturs. Sú sem fjærst er læknum, er styzt um 4 faðmar, miðtóftin um 8 faðmar en sú sem næst er læknum alt að 16 faðmar, og mismunar lengd þeirra til suðvesturs, hinir endarnir virðast jafnir. í millibilinu milli flokk- anna, nálega jafnnærri þeim báðum, er kringlótt tóft, um 5 faðmar í þvermál og virðist hún dálítið upphækkuð. Eigi er tóftin svo glögg að skil sjáist fyrir dyrum á henni. Hvaða bygging hefir hér verið? Mér sýnist tvent til sundur- dráttarrétt eða þingstaður. Sundurdrdttarrétt hefði þó trauðla verið sett út í hólma. Enda bendir skipun tóftanna ekkí á það, og eink- um að »almenning« vantar, því kringlótta tóftin er of lítil til þess. En hafi hér verið þingstaður þá hafa Landmenn einir háð það þing og þá er það að líkindum eldra en ÞmgáoZfs-þingstaðurinn (sjá Árb. ’92 bls. 60). Sá þingstaður virðist valinn fyrir Land- og Holtamenn í sameiningu. Gæti hann verið fluttur þangað héðan í því skyni. Og enn fornlegri eru þessar rústir en Þingholtsrústirnar. Eg bendi að eins á þetta. III. Rúst Skarfaness hins forna er að vísu ekki nýfundin. Þó skal nú líka minnast á hana. í Árb. ’98 bls. 6, er Skarfaness hins forna getið, og bent á að þar muni á sínum tíma hafa verið bænahús og kirkjugarður, því þar hefði blásið upp mannabein. í það sinn fann eg þar þó aðeins 2 hauskúpur og huldi þær. En oft höfðu þar áð- ur blásið upp bein, ávalt samt sundurlaus og óvíst hvernig þau höfðu legið. Þau gátu því ef til vildi, verið frá heiðni. í því skyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.