Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Qupperneq 17

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Qupperneq 17
19 Nú var það aðeins Ásbjörn, sem helgaði landnám sitt Þór. Sé þetta rétt til getið, þá hefir Þórsmörk aldrei náð nema inn að Þröngá, eins og enn er talið. En Steinfinnur hcfir þá numið land þaðan inn að Ljósá. En þó að Njála aðgreini ekki þennan bæ frá Þórs- mörk, og telji þar þrjá bæi, þó ekki væru nema tveir þeirra í Mörk- inni sjálfri, þá er það lítilvæg ónákvæmni af manni, sem þar hefir víst aldrei komið. Annars ræður hver sinni meiningu um þessar tilgátur mínar. Þá er ég skoðaði Kápu-rústina 1893, kom ég ekki í Þuríðarstaði mér var sagt, að þar sæist engin rúst. Þá var þar þó talsvert blásið, en meira hefir blásið síðan, því nú er þar örfoka ofan að móhellu. Er vert að geta þess, að hvar sem örfoka er á Þórsmörk, verður eftir þunt móhellulag, og er ýmist að það liggur flatt eða því hallar meira eða minna. Fer það eftir því, hvort land er flatt eða því hallar á þeim eða þeim. staðnum. En svo þunt er þetta móhellulag, að sumstaðar rekur hestur fótinn niður úr því. Undir því er þykt sandlag ofan á þursabergi. Ekki verður nú komist á hesti til Þuríðarstaða nema á einurn stað. Verður að fara af Kross- ár-aurnum upp úr Engidal. eg svo vestur yfir hrygg ranans og ofan að Þuríðarstöðum um svo snarbratta brekku, að það má illfært heita. Ekki er þar um bæjarstæði að ræða nema á einum stað. Þar geng- ur ávið-flatt nef fram að fljótinu og er að eins sjálft neflð halla lítið þar er líka bæjarrústin, grjótið úr henni liggur í dreif ofan á mó- hellunni. Ekki er það meira en svo, að að eins heflr það verið nóg í undirstöður veggjanna. Og þó hallinn sé ekki mikill, er hann nógur til þess, að meðan þar var mold og aurbleyta gat myndast í leysingum, þá hefir hún sigið undan hallanum og fært steinaraðirnar úr lagi, svo ekki er lengur hægt að ákveða húsaskipun, Þó var þar enn á einum stað þráðbein steinaröð nál. 10 faðm. löng. Það er án efa undirstaðan undir afturvegg aðal-bæjarhússins, sem víst hefir verið skift í fleiri herbergi. Af undirstöðu framveggjarins stóðu steinar eftir hér og hvar og mynduðu beina röð samhliða hinni. Hafði breidd hússins að innanverðu verið hér um bil 4 al. Annars lá grjótið í óreglulegri breiðu, og var hún nál. 22 faðm. á lengd frá norðri til suðurs. Breiddina var ekki hægt að ákveða, hún var svo ójöfn. Til norðvesturs frá breiðunni sáust ieifar af sérstöku húsi er virtist hafa verið nál. 8 faðma langt og llþ faðmbreytt. Austanvið rústina er djúp laut eða dálítið gil, hálffult af foksandi; það liggur fram í bæjarlækinn. Fyrir austan það lágu nokkrir steinar á mó- hellunni í miklum halla. Það voru án efa leifar af húsi og hafa fleiri steinar víst verið þar áður en hafa færst ofan í gilið og sand- 3*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.