Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Blaðsíða 16

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Blaðsíða 16
18 að er, að landið gat ekki heitið Almenningur meðan bær var þar. Nafn bæjarins er týnt. En ekki sýnist mér vafamál, að hver bær hafi átt sitt nafn í Þórsmörk, eins og annarstaðar, þó Njála segi um þá: »er i Mörk hétu allir«. Það mun vera svo að skilja, að jafn- an, er einhver þeirra var nefndur, heíir verið bætt við til skýring- ar: í MörJc (t. d. Þuríðarstaðir í Mörk). Og stundum, þegar svo stóð á ræðu, hafa þeir verið teknir allir undir eitt, og nefndir »i Mörk« líkt og vér segjum nú »í Mörkinni«. Er hugsanlegt að ritari Njálu hafi aldrei heyrt þá nefnda öðruvísi en svo, og ekki þekkt hin ein- stöku nöfn bæjanna. 0g sé þetta rétt til getið, þá bendir það til þess, að hann hafi ekki átt heima i Rangárþingi. En líka getur verið, að hann hafi slept að nefna liin einstöku bæjarnöfn, álitið hitt nægja og notað'það til að vera stuttorður. Það gerir hann sér oft far um. Sigurður Vigfússon ætlar, að Kápu-bærinn hafi verið miðbœrinn á Þórsmörk, en mér þykir líklegra að það hafi verið innsti bærinn. Innar er naurnast líklegt að bygð liafi verið, eftir landslagi og veðurlagi að dæma. Þuríðarstaðir (sjá Arb. ’94, bls. 22), hafa án efa verið fremsti (syðsti) bærinn. En hvar var þá miðbær- inn? Um það er eg íyrir mitt leyti varla í vafa. Stuttri bæjarleið fyrir innan Þuriðarstaði er Húsadalur. Þar valdi Sæmundur ög- mundsson sér bæjarstæði, er hann vildi búa á Þórsmörk, (sjá sama stað), og mun flestum sýnast, að hann hafi ekki getað betur valið. Það er óneitanlega byggilegasti staðurinn á allri Mörkinni. Svo mun líka hafa verið i fornöld. Kápu-bæjarstæðið hefir vissulega verið á- litlegt líka meðan landið var óblásið. En þó fell eg nú frá þeirri tilgátu að þar hafi Ásbjörn Reyrketilsson sett bæ sinn, tel eg enn líklegra, að hann hafi sett hann í Húsadal. Ekki er von að forn rúst sjáist þar, Sæmundur mun hafa sett sinn bæ i hana og þannig eyðilagt hana. Bær Sæmundar hefir staðið á fegursta staðnum í dalnum, og ekkert er líklegra en að Ásbjörn hafi bygt á þeim sama stað. Lækur hefur runnið eftir dalnum og fram hjá bænum. Nú er hann þornaður, nema í leysingum, því uppblástur gengur ofan í dalbotninn og uppsprettan er sandkafin. Nafnið »Húsadalur« mun að vísu eigi vera eldra, en eftir bygð Sæmundar. Nafn hins forna bæ- jar hefir ef til vill aldrei verið annað en »Þórsmörk«. Að minsta kosti hefir svo verið meðan ekki voru fieiri bæir á Mörkinni. Nú vil ég líka, — til þess að koma ekki í bága við Landn., — falla frá þeirri tilgátu, sem enda var lausleg, að Steinfínnsstaðir liafi ver- ið fyrir sunnan Krossá og nafnið hafi breyst í Steinsholt. Set ég þá tilgátu í staðinn, að Kápu-bærinn sé Steinfinnsstaðir, því sam- kvæmt Landnámu námu báðir bræðurnir land »fyrir ofan Ki’ossá«.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.