Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Blaðsíða 42

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Blaðsíða 42
Gamall legsteinn á Bessastöðum á Álftanesi. Rannsakaður 6. VIII. 1903. Gnðrún Thorkjellsdóttur. A hinu forna höfðingjasetri og kirkjustað, Bessastöðum á Álfta- nesi, mætti ætla að væru margir legsteinar merkra manna, en það er öðru nær en svo sé. í kirkjugarðinum sést ekki einn einasti gamall legsteinn; sá elzti er frá byrjun 19. aldar, minnir mig. Inn- an kirkju munu nokkrir merkismenn grafnir og mátti sjá að minsta kosti 1 legstein undir kórgólfinu áður en hið nýja gólf var lagt í kórinn þá er gert var að kirkjunni fyrir nokkrum árum1). Svo sem mörgum er kunnugt, er hér auk þess stór og merkilegur legsteinn yfir Páli Stígssyni höfuðsmanni (f 1566). Hann er greyptur inn í múrvegginn að norðanverðu í kórnum; mun það hafa verið gjört árið 1817 eða skömmu síðareftir fyrirskipun rentukammersins og líklega að undirlagi fornmenjanefndarinnar dönsku2). Þareð legsteinn þessi er auðsjáanlega útlendur að smíði og hvorki með íslenzkri áletran né heldur yflr íslenzkan mann settur, skal honum eigi lýst hér frek- ar að þessu sinni, enda er það varla hægt nema með nákvæmri teikningu af honum. Uppi í turninum er gamall íslenzkur legsteinn; er hann múrað- ur fastur í gluggakistu einni. Eigi er steinn þessi heill, heldur mun þetta vera aðeins efri parturinn og líklega ekki mikið meira en hálfur steinninn. Neðri partur steinsins sést nú hvergi, en mun að líkindum vera einhvers staðar í veggjum turnsins eða kirkjunnar. *) 1 Isl. Beskr. I, 26 stendur: „I Bessestadkirke findes flere ligstene". *) Sjá „Bentekammers-Skrivelse til Stiftamtmand Castenschjold og Biskop Vida- lin“ um þetta frá 19. april 1817 i Lovs. for Isl. VII — Samanber þó ennfr. ísl. árt. bls, 201. Þar er upphaf áletraninnar og er þar skakt prentað Stigotti fyrir Stigotius,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.