Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Blaðsíða 32
34
af ferjukallan á þessum stöðum, hvorum sem er, því þeir eru fyrir
ofan hið náttúrlega nes. Kallanarnesið hefði þá orðið að vera smá-
nes eða oddi, sem gengið hefði út í ána sunnanmegin á öðrum hvor-
um þessum stað. Og þá er ekki vel skiljanlegt, að örnefnið hefði
breytt sig út yfir vítt svæði og allrasízt á stuttum tíma. Það gat
varla þótt svo tilkomumikið, að stórbýli yrði jafnskjótt látið taka
nafn eftir því, og þó spölkorn frá þvi sjálfu. Af þessum ástæðum
sýnist mér hvorugur þessara staða geta talist líklegur.
En það má hugsa sér þriðja ferjustaðinn. Það segir sig nokk-
urn veginn sjálft, að meðan áin var mjó og lá út við hraunjaðar-
inn fram frá Hrauni í Ölfusi, þá hefir verið ferjað þaðan. Hefir
þar að öllum líkindum verið mikil umferð og það strax á landnáms-
tíð. Þar var þá hinum megin árinnar nesið mikla: þar urðu þeir,
sem austanað komu og útyfir vildu, að lcalla ferjuna, og svo gat alt
lagt sig sjálft, eins og að framan er gjört ráð fyrir. Að vísu hefir
þessi ferjustaður verið mun fjær bænurn Kaldaðarnesi en hinir tveir.
Þó hefir Kaldaðarnessland náð þangað, og þar eru skilyrðin, sem að
framan eru tekin fram, svo miklu betur fyrir hendi, að í minum
augum ríður það baggamuninn.
Það, sem hingað til hefir verið sagt, er einkum bygt á þeim
líkum, sem landslag og afstaða gefa bendingar um. En hvaða bend-
ingu gefur nú Fióamannasaga? Á hverjum ferjustaónum vænti Þor-
gils Skafta yfir ána? Frá Traðarholti reið hann fyrst að Flóagafli.
Svo sunnarlega hefði hann varla farið, ef ferjustaðurinn var hjá
Arnarbæli, en því síður ef hann var hjá Kirkjuferju. En það var
beint í áttina að Hrauni. Þáð lá líka beint við, að Skafti færi þar
yfirum, ef unt var. Svo hafa þeir Þorgils haldið áfram frá Flóa-
gafli út að ánni, því á árbakkanum sá Skafti hesta þeirra. Það var
»nær Kallaðarnesi«. Með öðrum orðum: i Kalláðarneslandi. Hér
sé eg ekki að neitt reki sig á. Þetta verður því líklegasta tilgátan,
að öllu samanbornu.
Sé nú með þessu móti fundin rétt skýring á bæjarnafninu
Kallaðarnes (»Kaldaðarnes«), þá er það dr. Birni M. Olsen að þakka.
VII.
Á bls. 20 er þess getið til, að Kvistlingar, sem Landnáma nefn-
ir, muni vera = Kistlingar, kendir við Kambakistu. En þetta er
vangá, sem leiðrétta ber. Kvistlingar voru afkomendur Kolgrims
gamla: þeir voru Borgfirðingar en ekki Árnesingar.