Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Blaðsíða 5

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Blaðsíða 5
7 ryðja skriðuna og leita upp bæjarrústina. Sú tilraun mun vera elzt að graíið heíir verið gegnum grasjaðarinn i norðurbrún skriðunnar og hann grafinn sundur inn í lægðina, þar sem Silfurbrunnar eru. Þar er djúp skora, eftir, og er hún nú öll grasi vaxin. Mun hún vera allgömul. Milli Silfurbrunna og fjallbrekkunnar er gryfja, mikil og djúp, er vera mun næst-elzta tilraunin. Ofan í skriðubung- una, þar sem hún er hæst, hefir Bryde kaupmaður látið grafa tvær gryfjur, og er einkum önnur þeirra afar mikil. Austan í brún skrið- unnar sér enn fyrir graftar tilraun, er eigi virðist allgömul. En nýjasta tilraunin er í suðurhlið skriðunnar. Hana gjörði Hjalti Jónsson skipstjóri. Er auðséð að hann hefur ekki ætlað að hætta »fyr en í fulla hnefanna«, sem menn segja. En þó hefir hann upp- gefist að lokum, án þess að komast niður úr skriðunni, Eiga allar tilraunirnar sammerkt í því, að engin nær niður í jarðveginn, sem undir skriðunni er. Menn hafa gefist upp áður, sem til vorkunnar má virða, og því eigi vitað gjör eftir en áður, hvort þeir höfðu grafið á réttum stað eða ekki. Heyrt höfðu menn þó, að annað- hvort Bryde eða Hjalti hefðu fundið brot af einhverjum hlut úr eir i sinni gryfju; en um það vissu menn nú ekkert frekara. — Það virtist mér auðsætt, að gagngerð tilraun til að grafa skriðuna út mundi hljóta að kosta stórfé, og þó litil von um árangur. Þvi að nærri má geta, að þá er slíkur voða þungi skall á bæinn með flug- ferð og heljarafli, þá hefir alt hlotið að umveltast og færast úr stað og meira að segja, um leið og mannaverkin bældust undir skriðuna hafa þau að mestu eða öllu leyti hætt að vera til í þekkjanlegu ásigkomulagi. Tal átti ég við menn, sem töldu það ólíklegt, að nokkurntima hefði bær verið í Herjólfsdal, þar eð eigi sæist svo mikið sem leif- ar af túngarði. Hann hefði þó ekki allur orðið undir skriðunni. En ég get eigi séð gilda ástæðu til að rengja þessa sögn. Landnám í Vestmannaeyjum er án efa langyngsta landnámið hér á landi, því fyrst framanaf voru eyjarnar aðeins fiskiver. Sögnin um það land- nám hefir því að líkindum gengið skemur í munnmælum en sagnir um ýms önnur landnám, sem eigi er þó ástæða til að rengja. En það, að fyrri Landnámuritari náði eigi í eins greinilega sögn, eins og hinn siðari, bendir ekJci til þess, að sögnin um Herjólf sé seinna tíl orðin en sögnin um Orm, heldur öllu fremur til þess, að á al- þingi, þar sem Landnámuritarar hafa safrxað mesturn fróðleik sínum hefir eigi verið allauðvelt að fræðast um sögu Vestmannaeyja. Það hlaut að vera mjög undir atvikum komið, hvort nokkrir Vestmanna- eyingar kornust til þings það og það sinnið, og því óvissara, hvort
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.