Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Blaðsíða 54
56
telst sem ólögleg meðferð á fundnu fé eða skemd á eignum annara
og fer eftir ákvæðum almennra hegningarlaga 249., 296. og 298.
grein, enda missir þá flnnandi tilkall til síns þriðjungs.
18. gr.
Landssjóður á kauprétt að þeirri hlutdeild i fundnum forngrip,
sem hann á ekki, eftir mati fornmenjavarðar. Þvi mati getur með-
eigandi skotið til stjórnarráðsins, og nefnir það þá til 3 óvilhalla
lögmetendur, er vit hafa á forngripum, og skal standa við mat
þeirra. Sé það hærra en mat fornmenjavarðar, greiðir landssjóður
kostnað við yflrmatið, en ella áfrýjandi.
Ef forngripurinn er úr gulli eða silfri, eða sé um silfurpeninga
eða gullpeninga að ræða, skal meta málmverð hlutarins og leggja
ofan á 10 af hverju hundraði, og fær meðeigandi landssjóðs, eða
meðeigendur, að réttri tillölu, ef fleiri eru, það andvirði óskert, eins
og landssjóður ætti ekkert í.
Ef kaupréttar landssjóðs er eigi neytt, áður ár sé liðið frá því,
er lögreglustjóra var skýrt frá fundinum og sé fornmenjaverði eða
stjórnarráði um dráttinn að kenna, missir landssjóður eignarréttar til
síns hluta í forngripnum, og skal þá afhenda hann meðeiganda, eða
meðeigendum, landssjóðs gegn borgun lögbirtingarkostnaðar, en jafn-
framt skal fornmenjavörður setja hlutinn á forngripaskrá þá, er
getur i 19. grein, ef hann telur hann þess verðan, og fellur þá á
hann sú kvöð, sem þeirri skrásetningu er samfara.
Ef fornmenjavörður telur fundinn forngrip einskisverðan fyrir
menningarsögu landsins, eignast finnandi og landeigandi hann að
helmingi hvor, og skal þá afhenda þeim hann gegn kvittun þeirra,
jafnskjótt sem lögbirtingarfrestur er liðinn, ef þeir vitja hans. En
vitji þeir hans ekki, áður fjórir mánuðir eru liðnir frá því, er þeim
var skrifað' um, að landið mundi eigi nota kauprétt sinn, má lóga
hlutnum.
19. gr.
Fornmenjavörður skal setja þá forngripi, sem einstakir menn
eiga, á sérstaka forngripaskrá, ef eigendur beiðast þess eða leyfa.
Skal beiðnin eða leyfið vera skriflegt og undirskrifað af eiganda í
viðurvist vitundarvotta eða lögbókanda (notarii publici) og geymist
í skjalasafni Forngripasafnsins. Á þessa skrá skal fornmenjavörður
og setja alla forna kirkjugripi, svo fljótt sem þvi verður við komið,
og þarf ekki neitt leyfi til þess, enn fremur þá gripi, sem á þessa
skrá skal setja samkvæmt 15. og 18. grein.