Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Blaðsíða 22

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Blaðsíða 22
24 Sprungnar, að þær fóru allar í mola þegar Guðni tók þær upp. Var auðséð að eldur hafði verið kyntur eftir endilöngu helluþakinu yfir þrónni. En hvergi sást op, er askan hefði farið um ofan í þróna. Þó er það ekki að marka, því innri jaðar helluþaksins gekk inn- undir innri gafl kjallaragrafarinnar, og gátu verið smá-op þeim megin, þó eigi væri athugað. Og mjög er líklegt, að inni undir . gaflinum hafi falizt annað gólfskánarbelti, á breidd við hitt, og veggjarundirstaða þar fyrir innan. Þá kæmi það út, að þróin og helluþakið yfir henni hefði verið arinn og legið eftir miðju skála- gólfinu endilöngu. Lengd skálans verður ekki ákveðin, því á hvor- uga hlið var grafið fvrir enda veggjarundirstöðunnar eða gólfskán- arbeltisins, þess er í ljós kom. En þróin virtist enda í báðum horn- um grafarinnar. Vestasta hellan á helluþakinu var stór og gekk innundir grafarvegginn. Lét Guðni hana vera kyrra; en hann kann- aði með járni hvort þróin næði lengra, og varð þá fyrir steinn, er hann hugði vesturgafl þróarinnar. I austurhorninu var kolaholan, sem fyr getur; en austurfyrir hana var heldur ekki grafið. Einkennilegt var það, að helluþakið yfir þrónni var neðantil alsett svörtum kleprum, — líklega einskonar sótkleprum, — er líkt- ust að nokkru leyti hálfbrunnum steinkolum, en að nokkru leyti hellulitar-molum eða stálbiki. Þeir muldust hæglega og líktust hrafntinnu í sárið. Lykt höfðu þeir sótkenda, en daufa mjög. Eigi kviknaði á þeim af eldspýtu. Þarf það skýringar, sem bíða verður að sinni, hvernig sót gat myndast neðan á hellum þeim, sem eldur var kyntur ofaná, — og þetta svo djúpt i jörð, að undirblástur sýn- ist ólíklegur, enda þróin full af ösku, svo loft komst ekki að. Þá er Guðni var að moka ofan af gólfskáninni, komu upp í uppmokstrinum 2 eða 3 vaðmáls sneplar úr grófgerðu efni en lítt fúnir. Þeir voru rauðleitir (moslitaðir?). Einnig kom þar upp ljós- kola af járni. I henní sáust leifar af kertapípu fram af skaftinu, en sjáJf var hún mjög brunnin að framan og hafði verið settur á hana nýr framhluti, festur með hnoðnöglum. Hann var hornóttur en eigi frammjór, sem ljósakolur vanalega voru. Er auðséð, að hann hefir verið hafður fyrir deiglu. Bæði koluna, vaðmálssnepl ana og sýnishoi’n af sótkleprunuin ætlar Guðni Forngripasafninu. Einnig urðu fyrir 3 brot úr nó (til að herða í sláttuljái), er hafði verið höggvinn til úr mósteini og breiðari neðan en að ofan. Enda- brotin vöntuðu, hafa víst leynst í moldinni. Vatnsraufin í brotum þessum var eigi dýpri né breiðari en um 1 l/a þuml. Eun má geta þess, að rúmri alin ofar en gólfskánin var eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.