Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Page 42

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Page 42
Gamall legsteinn á Bessastöðum á Álftanesi. Rannsakaður 6. VIII. 1903. Gnðrún Thorkjellsdóttur. A hinu forna höfðingjasetri og kirkjustað, Bessastöðum á Álfta- nesi, mætti ætla að væru margir legsteinar merkra manna, en það er öðru nær en svo sé. í kirkjugarðinum sést ekki einn einasti gamall legsteinn; sá elzti er frá byrjun 19. aldar, minnir mig. Inn- an kirkju munu nokkrir merkismenn grafnir og mátti sjá að minsta kosti 1 legstein undir kórgólfinu áður en hið nýja gólf var lagt í kórinn þá er gert var að kirkjunni fyrir nokkrum árum1). Svo sem mörgum er kunnugt, er hér auk þess stór og merkilegur legsteinn yfir Páli Stígssyni höfuðsmanni (f 1566). Hann er greyptur inn í múrvegginn að norðanverðu í kórnum; mun það hafa verið gjört árið 1817 eða skömmu síðareftir fyrirskipun rentukammersins og líklega að undirlagi fornmenjanefndarinnar dönsku2). Þareð legsteinn þessi er auðsjáanlega útlendur að smíði og hvorki með íslenzkri áletran né heldur yflr íslenzkan mann settur, skal honum eigi lýst hér frek- ar að þessu sinni, enda er það varla hægt nema með nákvæmri teikningu af honum. Uppi í turninum er gamall íslenzkur legsteinn; er hann múrað- ur fastur í gluggakistu einni. Eigi er steinn þessi heill, heldur mun þetta vera aðeins efri parturinn og líklega ekki mikið meira en hálfur steinninn. Neðri partur steinsins sést nú hvergi, en mun að líkindum vera einhvers staðar í veggjum turnsins eða kirkjunnar. *) 1 Isl. Beskr. I, 26 stendur: „I Bessestadkirke findes flere ligstene". *) Sjá „Bentekammers-Skrivelse til Stiftamtmand Castenschjold og Biskop Vida- lin“ um þetta frá 19. april 1817 i Lovs. for Isl. VII — Samanber þó ennfr. ísl. árt. bls, 201. Þar er upphaf áletraninnar og er þar skakt prentað Stigotti fyrir Stigotius,

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.