Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Side 25

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Side 25
27 við landslagið. Þó er það örnefni nú gleymt. Er hugsanlegt að bærinn hafi heitið Síða. En um það er ekkert hægt að vita. II. Austur við Stóruvallalæk þar sem bærinn Fellsmúli var settur, er hann var færður undan sandfoki 1882 (Árb. '98 bls. 3) hét áður Hólmengi. Er auðséð á gömlum farvegi, að þar hefir hólmi verið í læknum áður. I þeim hólma hafa menn nýlega tekið eftir fornum rústum, mjög niður sokknum. Þær skiftast í 2 flokka og er svo sem 20 faðma bil á milli. I þeim flokknum sem ofar er með læknum, eru 6 tóftir að meðaltali um 7—8 fðm. langar. Eru 3 samhliða og snúa austur og vestur, við austurenda þeirra eru tvær er snúa norð- ur og suður, hvor af enda annarar og þó ekki samfastar. Austur af þeim, næst læknum, er ein sem snýr austur og vestur og er hún óglöggust þeirra allra. I hinum flokknum, neðar með læknum, eru þrjár tóftir samhliða og snúa frá norðaustri til suðvesturs. Sú sem fjærst er læknum, er styzt um 4 faðmar, miðtóftin um 8 faðmar en sú sem næst er læknum alt að 16 faðmar, og mismunar lengd þeirra til suðvesturs, hinir endarnir virðast jafnir. í millibilinu milli flokk- anna, nálega jafnnærri þeim báðum, er kringlótt tóft, um 5 faðmar í þvermál og virðist hún dálítið upphækkuð. Eigi er tóftin svo glögg að skil sjáist fyrir dyrum á henni. Hvaða bygging hefir hér verið? Mér sýnist tvent til sundur- dráttarrétt eða þingstaður. Sundurdrdttarrétt hefði þó trauðla verið sett út í hólma. Enda bendir skipun tóftanna ekkí á það, og eink- um að »almenning« vantar, því kringlótta tóftin er of lítil til þess. En hafi hér verið þingstaður þá hafa Landmenn einir háð það þing og þá er það að líkindum eldra en ÞmgáoZfs-þingstaðurinn (sjá Árb. ’92 bls. 60). Sá þingstaður virðist valinn fyrir Land- og Holtamenn í sameiningu. Gæti hann verið fluttur þangað héðan í því skyni. Og enn fornlegri eru þessar rústir en Þingholtsrústirnar. Eg bendi að eins á þetta. III. Rúst Skarfaness hins forna er að vísu ekki nýfundin. Þó skal nú líka minnast á hana. í Árb. ’98 bls. 6, er Skarfaness hins forna getið, og bent á að þar muni á sínum tíma hafa verið bænahús og kirkjugarður, því þar hefði blásið upp mannabein. í það sinn fann eg þar þó aðeins 2 hauskúpur og huldi þær. En oft höfðu þar áð- ur blásið upp bein, ávalt samt sundurlaus og óvíst hvernig þau höfðu legið. Þau gátu því ef til vildi, verið frá heiðni. í því skyni

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.