Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Síða 2

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Síða 2
2 sögu, 119. kap. — Víst er það, að sá bardagi var á Ljósvetninga-leið, utan þinghelgi þó, og líklegt er, að hún hafi þá verið háð vestar en í Þingey, og þó ekki á þingstað Eyfirðinga (Vaðla-leið eða Vöðla- þingi), eða með öðrum orðum í Fnjóskadalnum. A það benda orð Þorgeirs: »— höldum saman leiðir allar, þó at norðr sé meirmínir þingmenn®1 2 3. Maurer áleit, að þingstöðin í Leiðarnesi sje frá því síðar og að LjÓ8vetninga-leið hafi verið háð í Þingey, en Vilh Finsen fjelst á skoðun Kr. Kálunds8. En Kálund álítur ekki að eins að haldið hafi verið leiðarþing (Ljósvetninga-leið) í Fnjóskadalnum (í Leiðarnesi), heldur hafi einnig þau 2 vorþing, sem hann álítur að sagt sje frá í 4. og 10. kap. af Ljósv.s., verið háð þar; hann ætlar, að þar hafi því máske verið háð vorþing um langt tímabil fyrir litinn hluta Þingeyinga, ogjafn- vel um eitt skeið vorþing fyrir alla þinghána, þ. e. Þingeyjarþing. — Vilh. Finsen fjelat sömuleiðis á þessa skoðun og skilur frásögnina í 4. kap. Ljósv.s. eins og Kálund, en ekki áleit hann þó, að nokkur lítill hluti, svo sem eitt goðorð, hefði haldið þar þing8. Þessi niðurstaða þeirra Kálunds og Vilh. Finsens um löglegt vorþinghald í Fnjóskadalnum, samkv. þessum frásögnum Ljósv.s., skal nú athuguð lítilsháttar. Frásögnin í 3. og 4. kap. af Ljósv.s. er framhald af frásögninni i 1.—2. kap., deilum þeirra Þorgeirssona við föður þeirra og Guð- mund rika. Segir frá þvi i 3. kap., að Þorgeir skildist við málið eftir bardagann á Ljósvetninga-leið, og að synir hans óhelguðu Söl- mund, er þeir vógu á leiðinni. Næsta vor áttu þeir fund og búa til vigsmálið eftir Arnór úr Hlíð, er veginn hafði verið í leiðarbar- 1) Þorgeir talar hér um Reykdæla-leið sem eina af þeim þrem leiðum, er hann legði til að haldnar yrðn saman. Reykdæla-leið virðist því hafa verið skapþing, svo sem hinar löglegu leiðiri Norðlendingafjórðnngi voru, Húnvetninga-leið, háð á Þing- eyrum, Skagfirðinga-leið, háð í Hegranesi, Eyfirðinga-leið og Ljósvetninga-leið, háðar sem áður var sagt og enn mun skýrt frá. Nöfnin Ljósvetninga-leið og Reykdæla-leið benda og helzt til, að i stað einnar Þingeyinga-leiðar hafi verið háð þessi 2 leiðarþing, hvort fyrir sinn hluta hjeraðsins, hinn vestari og eystri. Engin ákvæði i Grágás virðast þó beinlinis gera ráð fyrir slíku fyrirkomulagi, en vegua þess hve þingháin var afar- viðáttumikil er ekki óliklegt, að lögrjettuleyfi hafi verið fyrir því hjer. Bent er á, hvar Reykdæia-leið hafi verið háð, og heitir þar Leiðarhóll; sjá Arb. Fornl.fjel. 1901, bls. 13—14 (m. uppdr.) Hvergi er talað um þriðja leiðarþingið í þessari þing- há, enda gat verið mikil bót í fyrir menn að bafa þau tvö, þótt ekki væri þau fleiri, t. d. hvert fyrir Binn þriðjunginn (goðorðið). — Sbr. ennfr. Kr. Kálund I. B. II, 142—43 og 164, og V Finsen, Inst., bls. 86 og 82. 2) Inst. bls. 85 og 1. neðanmálsgrein á bls. 86. 3) Inst. hls. 85—86 og 2. neðanmálsgrein á bls. 86.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.