Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Page 11

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Page 11
11 fara yfir þveran Bárðardalinn hjá Stóruvöllum og aíðan Hellugnúpa- 8karð, eða þar sem leið liggur nú, Vallafjallsveg, yfir að Sörlastöð- um í Fnjóskadal og svo ofan Fnjóskadal, fyrir norðan og austan Bleiksmýrardal; er krókur að fara til hans, og verður þetta því einnig óeðlilegt. Er og ólíklegt, að þeir hafi farið mjög langt frá öllum mannabygðum á þessum slóðum, úr því að þeir, svo sem enn verður sagt, »ríða ofan eptir Fnjóskadal*. Næsta setning á eftir orðunum »ok fyri neðan heiði< er svo: »Ok var þar víða skógi vaxit*. Mun bjer átt við »fyri neðan heiði«, þ. e. efst í Fnjóska- dalnum. — Síðan kemur þetta: »Ok ríða þeir ofan eptir Fnjóskadal; en þeir Þórkell fóru á Akureyri, því at þeir höfðu tjöld samlit við skóga; þeir finnaz þar sem ákveðit var; varð ok engi maðr varr við ferð þeira«. — Setningarnar: »Ok varþarvíða skógi vaxit, ok ríða þeir ofan eptir Fnjóskadal« — »því at þeir höfðu tjöld samlit við skóga« heyra hjer saman, en setningunni: »en þeir Þórkell fóru á Akureyri«, er ilia skotið inn. Er þó alt vel skiljanlegt; Þorkell og þeir 5 fara yfir þveran dalinn úr Ljósavatnsskarði, en »ílokkrinn allr annarr« riður ofan dalinn án þess menn verði varir við. Fyrir menn, sem ætluðu að fara á Vaðlaþing, var þetta sjálfsögð leið, og verður ekki sjeð, hversu liggja kunni í þessari frásögn ótvíræð bending um, að þeir ætli ekki á Vaðlaþing, heldur á einhvern þing- stað í Fnjóskadalnum. Orðin »þeir Þórkell fóru á Akureyri* ogsið- an hin: »Þeir finnaz þar sem ákveðit var«, benda ótvírætt á að hvortveggja flokkurinn hafi riðið yfir Vaðlaheiði. — Það var sjálf- sagt fyrir meginflokkinn að fara ekki sunnarlega yfir heiðina, og ríða ofan Eyjafjörð, heldur ríða ofan skóginn i Fnjóskadal og fara þvert yfir hana hjá Kaupangi. — Það verður ekki sjeð neitt óeðli- legt eða »óskiljanlegt« (Kálund) við það, að þeir Þorkell fara á Akur- eyri. Akureyri er skamt frá þingstaðnum að heita má og gátu þeir Þorkell vel átt erindi þangað áður en þing hófst; verður ekki sjeð, að þeir hafi verið svo naumt fyrir, að þeir hafi ekki hæglega getað komið því við. Frásögnin um, að »þeir Þórkell fóru á Akr- eyri«, bendir einmitt á, að þeir hafa riðið yfir Vaðlaheiði, og kemur vel heim við það, að þeir ætla að vera á Vaðlaþingi. Það virðist því öldungis ástæðulaust að vera að leita, þessarar frásagnar vegna, að nokkurri Akureyri í Fnjóskadal, sem þar er ekki heldur til (sbr. Isl. Besk. II, bls 148). Hvers vegna þessi Akureyri, sem hér er nefnd, geti ekki verið Akureyri í Eyjafirði, eftir sambandi sögunn- ar«, eins og útgefandi hennar 1880 (Guðm. Þorláksson) hjelt fram (bls. 147, i aths.), verður með engu móti skilið1. — »Þeir Þórkell --------.- » 1) 1 handr. 616, 4to, í Kalls safni i konnngl. bókasafninn i Kaupmannahöfn

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.